Manchester United 2 – 1 Manchester City
0-1 Jack Grealish(’60)
1-1 Bruno Fernandes (’78)
2-1 Marcus Rashford(’82)
Manchester United vann grannaslaginn í Manchester í dag er liðið spilaði gegn Manchester City.
Öll mörk leiksins voru skoruð í seinni hálfleik en Jack Grealish kom þeim bláklæddu yfir.
Bruno Fernandes og Marcus Rashford sáu um að tryggja Man Utd sigurinn með mörkum undir lok leiks.
Man Utd hefur verið á frábæru skriði undanfarið og virðist ætla að blanda sér í alvöru baráttu um Meistaradeildarsæti.