Ashley Young, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um hvernig var að vinna með Sir Alex Ferguson á sínum tíma.
Ferguson er talinn einn allra besti þjálfari sögunnar og náði mögnuðum árangri með Man Utd áður en hann hætti árið 2013.
Skotinn var þekktur fyrir það að láta sína leikmenn heyra það sem gerðist fyrir alla, nema tvo.
Young segir að hann hafi verið einn af þeim til að sleppa við ‘hárblásarann’ frá Ferguson og var Darren Fletcher hinn aðilinn.
,,Við erum með WhatsApp hóp yfir leikmenn sem spiluðu fyrir félagið á þessum tíma og ég held að það hafi aðeins verið tveir aðilar sem fengu ekki hárblásarann,“ sagði Young.
,,Ég var einn af þeim og hinn var Darren Fletcher. Ég veit ekki hvort það hafi tengst því að hann hafi verið skoskur.“
,,Þú mátt ekki kalla hann Fergie. Það mátti ekki, hann er ‘stjórinn’ – bara að láta ykkur vita.“