Hákon Arnar Haraldsson, Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru mættir að styðja íslenska karlalandsliðið í handbolta gegn því portúgalska í fyrsta leik þess á Heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í gær.
Ísland vann Portúgal með fjórum mörkum, 30-26, í Kristianstad í gær.
Hákon, Orri og Ísak leika allir með knattspyrnuliði FC Kaupmannahafnar. Þá eru Hákon og Ísak gjarnan í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu.
Hér má sjá þegar knattspyrnumennirnir voru mættir í höllina í Kristianstad í gær.
Hákon Arnar, Orri Steinn & Ísak Bergmann mættu til Kristianstad 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/o6kwYpCxnK
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) January 13, 2023