TikTok-stjarnan Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir birti myndband af sér þar sem hún leikur listir sínar með fótbolta á Tenerife.
Brynhildur er afar leikin með boltann, eins og hún hefur sýnt áður. Hún vakti heimsathygli yfir HM í Katar þegar hún hélt á lofti í landsliðsbúningi Króatíu.
Meira:
Sjáðu myndband Brynhildar sem vekur heimsathygli – Spyr hver sé sá heitasti
Brynhildur á fjölda leikja að baki í efstu og næstefstu deild hér á landi. Hún lék síðast með FH í Lengjudeildinni 2021.
Hún er afar vinsæl á TikTok og er með 1,4 milljónir fylgjenda á miðlinum.
Myndbandið sem um ræðir er með yfir 60 þúsund ‘likes’.
@brynhildurgunnlaugss Replying to @DaniKoljanin #soccergirl #2023 #gymtok #workout ♬ original sound – ⛈