Christophe Galtier, stjóri Paris Saint-Germain, hefur staðfest það að félagið sé byrjað að ræða við Lionel Messi.
PSG er að ræða við Messi um að framlengja samning leikmannsins sem vann HM með Argentínu á síðasta´ari.
Samningur Messi við PSG rennur út í sumar og vill franska félagið ekki missa hann á frjálsri sölu.
Samkvæmt Galtier er Messi ánægður í París og er útlit fyrir að hann muni framlengja,
,,Það eru viðræður í gangi á milli stjórnarinnar og Leo varðandi framlengingu,“ sagði Galtier.
,,Ég veit ekki hvaða stig viðræðurnar eru komnar á en fyrir mér þá er útlit fyrir að Leo sá ánægður í París.“