Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Atletico Madrid sé í viðræðum við Leicester um miðvörðinn Caglar Soyuncu.
Hinn 26 ára gamli Soyuncu var frábær fyrir Leicester á fyrsta tímabili sínu þar, 2019-2020.
Síðan þá hefur hins vegar lítið gengið hjá kappanum og er hann í frystikistunni hjá Brendan Rodgers sem stendur.
Nú gæti Atletico hins vegar bjargað Soyuncu frá King Power vellinum.
Þá er útlit fyrir að Felipe sé á leið frá Atletico.
Hann spilar einnig í stöðu miðvarðar og ætti brottför hans því að greiða leiðina fyrir Soyuncu.
Felipe er sagður á leið til Wolves í ensku úrvalsdeildinni.