Chelsea hefur staðfest komu Joao Felix til félagsins.
Felix er á mála hjá Atletico Madrid en fer á láni til Lundúnaliðsins út yfirstandandi leiktíð.
Hann framlengdi við Atletico til 2027 áður en hann fór til Chelsea.
Chelsea borgar 11 milljónir evra í lánsfé fyrir Felix og greiðir öll hans laun þar til í vor.
Chelsea hefur verið í vandræðum á leiktíðinni og er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Felix hefur verið hjá Atletico síðan 2019 og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
The artist has arrived. 👋
Welcome to Chelsea, Joao Felix!#HolaFelix pic.twitter.com/hVS7UuG6gT
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 11, 2023