fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Leikvangur sem tekur 5000 manns á meðal þess sem finna má í hugmyndum stórhuga KR-inga – ,,Það er ekki eftir neinu að bíða“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. október 2021 20:00

Hugmyndir KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar eru stórhuga um þessar mundir. Félagið hefur gengið frá samningi við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi í Vesturbænum og Jón Bjarni Kristjánsson, ritari KR,  segir það vilja félagsins að stórbæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu.

,,Við erum núna staddir þar að búið er að gera samning við borgina um uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi. Við erum einnig með stórar hugmyndir um allt svæðið um uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi, afreksaðstöðu, körfuboltahúsi og fleiru,“ segir Jón Bjarni í samtali við blaðamann 433.is

Hugmyndin um íþróttahúsið er fengin frá ÍR þar sem utan á húsinu er svokallaður kálfur sem myndi geta hýst aðrar smærri deildir félagsins. Byrjað er að deiliskipuleggja svæðið fyrir íþróttahúsið en svæðið í heild sinni hefur verið skilgreint í aðalskipulagi sem atvinnu- og þjónustusvæði.

,,Við leggjum síðan áherslu á það í samvinnu við Reykjavíkurborg að hugmyndir okkar um breytt skipulag fyrir allt svæðið fái brautargengi. Við vildum ekki bara deiliskipuleggja svæðið með það að leiðarljósi að fá þetta fjölnota íþróttahús. Við erum búnir að skipuleggja allt svæðið og það hefur verið skipulagt í aðalskipulagi en deiliskipulagið á öðrum svæðum fyrir utan íþróttahúsið er eftir,“ segir Jón Bjarni, ritari KR.

Frá undirritun samnings KR og Reykjavíkurborgar um byggingu fjölnota íþróttahúss

Hann segir það vilja félagsins að vinna náið með Vesturbæingum í þessu ferli svo hægt sé að vinna að uppbyggingu svæðisins með hag Vesturbæinga og KR að leiðarljósi. ,,Við trúum því að hugmyndir okkar fái mjög góðar undirtektir. Þetta svæði mun verða gríðarleg lyftistöng fyrir Vesturbæinn og fólk mun sjá það á myndum að þetta er ekki jafn fyrirferðamikið og stórt og fólk myndi ætla, þetta rúmast mjög vel og fellur mjög vel að byggðinni sem er þarna fyrir.“

Leikvangur sem rúmar 5000 áhorfendur

Meðal þess sem finna má í hugmyndum Byggingarnefndar KR eru hugmyndir um bættan knattspyrnuvöll félagsins, Meistaravöll, þar sem gert er ráð fyrir því að hann taki allt að 5000 áhorfendur. Vellinum yrði þá snúið og settar tvær stúkur við hann.

,,5000 áhorfendur er miklu meira en meðaltalið hefur verið á leikjum hjá okkur en við miðum við að fjölga áhorfendum verulega og við teljum fulla innistæðu fyrir því. Með alvöru aðstöðu vonumst við til að áhorfendum fjölgi og að okkar uppbygging verði til þess að fleiri félög hugsi með sama hætti.“

Yfirlitsmynd af hugmyndum KR / Mynd: Skjáskot

,,Þegar af þessu verður og við byggjum þennan völl verður þetta allt annað umhverfi fyrir knattspyrnuna og gefur færi á því að auðvelda rekstur deildarinnar, stækka tekjustofna og  auðvelda okkur að ná þeim markmiðum að halda út afreksstarfi sem á að vera raunhæfur kostur hjá íslenskum íþróttafélögum. Það sem vantar til að taka skrefið til fulls er að það komi meira fjármagn inn í þetta, það þarf öfluga aðstöðu til þess að halda út öflugu afreksstarfi,“ sagði Jón Bjarni í samtali við 433.is

,,Ekki eftir neinu að bíða.“

Verið er að kostnaðargreina verkefnið og óljóst á þessari stundu hvernig það verður fjármagnað en Jón Bjarni telur að það yrðu margir áhugasamir um að fjárfesta í svæðinu.

,,Þetta er áfangaskipt og ljóst miðað við skipulag að aðkoma Reykjavíkurborgar þarf að vera meiri en ekki er búið að semja um þann hluta. Ef við fáum deiliskipulaginu breytt og fáum heimild fyrir breytingum á knattspyrnuvellinum til dæmis, þá er alveg ljóst að það yrðu margir áhugasamir um að taka þátt í þessu með okkur og við gætum þá kostað þessa framkvæmd sjálfir án aðkomu Reykjavíkurborgar.“

Það er ósk nefndarinnar að hlutirnir geti gengið hratt fyrir sig.

,,Það er ekki eftir neinu að bíða, við ætlum að keyra á þetta eins hratt og við getum og teljum að Vesturbæingar verði mjög ánægðir með þetta. Hugmyndir okkar passa mjög vel inn í umhverfið og verða ekki yfirþyrmandi,“ segir Jón Bjarni Kristjánsson, fulltrúi í Byggingarnefnd KR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Í gær

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði