fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
433Sport

Lára segist hafa gert mistök með því að taka heimsóknina í gær upp – „Ég finn til með kærustunni“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. september 2020 21:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Clausen, sem tók upp myndskeiðin af heimsókn hennar og Nadíu Sif Líndal á hótel enska landsliðsins í gær, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu frægir Phil Foden og Mason Greenwood, leikmenn enska landsliðsins væru. Þeir voru reknir úr hópi enska landsliðsins vegna atviksins.

Myndband af heimsókn kvennanna til landsliðsmannanna barst DV í morgun sem greindi fyrst allra miðla frá því að ensku landsliðsmennirnir hefðu brotið íslenskar sóttvarnarreglur þegar Foden og Grenwood buðu stelpunum á hótel sitt. Málið hefur vakið heimsathygli.

Foden og Greenwood gerðust þarna sekir um brot á reglum. Á meðan lið koma saman í verkefni eiga þau aðeins að vera á hótelinu og á æfingum, leikmönnum er bannað að hitta aðra aðila.

Bókuð voru herbergi á Hótel Sögu þar sem enska landsliðið dvaldi og laumuðu piltarnir sér, út af þeim herbergjum sem þeir áttu að dvelja í, til að hitta Láru og Nadíu. Lára segir sína hlið af málinu á Instagram í kvöld og gaf DV leyfi til þess að birta það sem hún sagði.

,,Ég er kominn hérna inn til að come clean, segja frá minni hlið og réttri hlið á þessu máli sem hefur vakið miklu meiri athygli en ég hafði hugsað mér. Til að svara aðalspurningunni, ég er manneskjan sem tók strákana upp og tók allt þetta situation upp. Það voru huge mistök,“ segir Lára í myndbandinu sem hún birtir á Instagram.

Lára segir að hún hafi alls ekki áttað sig á því hversu frægir Foden og Greenwood eru í raun og veru. Hún kveðst í dag hafa lært þá lexíu að ekki allt eigi heima á netinu. „Þetta var algjört hugsunarleysi. Honestly með allri minni samvisku, þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu frægir þessir strákar væru. Ég fylgist ekkert með fótbolta og hef aldrei gert, ég gerði mér enga grein fyrir því hvað ég væri að setja á netið. Ég þurfti að læra það the hard way að það er ekki allt sem á heima á netinu, maður verður að passa sig hvað maður setur á netið.“

,,Ég gerði mér ekki grein fyrir því. Ég setti þetta í private storie á Snapchatinu mínu og ég hélt að það myndi aldrei fara lengra, ég gerði mér ekki grein fyrir því hverjir þessir strákar væru og hversu stórt þetta yrði.“

Vissu ekki af því að drengirnir væru í sóttkví:

Lára ítrekaði í samtali við blaðamann DV að þær hefðu aldrei farið á hótelið, hefðu þær verið meðvitaðar um að strákarnir væru í sóttkví.

,,Þeir buðu stelpum á hótelið og hittu þær, þeir létu okkur ekki vita af því að þeir væru í sóttkví. Enn eitt hugsunarleysið eins og allt þetta kvöld var, við hugsuðum ekki hvort þeir væru í sóttkví. Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið. Vitandi að þeir væru í sóttkví. Ég get sagt það fyrir mig og Nadiu, ef ég ætti að velja þá hefði ég frekar aldrei postað þessu frekar en að lenda í þessu.“

Mason Greenwood er 18 ára gamall og varð að stórstjörnu með Manchester United á síðustu leiktíð, hann er einhleypur. Foden er hins vegar í sambandi með Rebecca Cooke og eiga þau saman tæplega tveggja ára gamlan strák. Foden er tvítugur að aldri og byrjaði sinn fyrsta landsleik á laugardag en Greenwood þreytti frumraun sína þegar hann kom inn sem varamaður.

,,Margir sem hafa sent mér að hann (Foden) á kærustu og barn, ég vissi það ekki. Ég googlaði ekki manneskjuna ekki áður en ég fór að hitta hann, ég finn til með öllum í kringum hann. Fjölskyldunni, kærustunni, liðsfélögum og honum líka. Það er heiður að spila með landsliðinu. Ég gerði mér grein fyrir því að þeir væru eitthvað þekktir en þetta voru mikil mistök hjá öllum aðilum að hafa ekki hugsað lengra en það sem gerðist,“ segir Lára um málið á Instagram

Lára sagði við blaðamenn að dagurinn hefði verið lærdómsríkur. ,,VIð getum ekki tekið þetta til baka, þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með.“

Öll ummæli Láru má finna hérna að neðan..

Enski boltinn á 433 er í boði
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu

Liðsfélagi Íslendings fær þungan dóm – Tók þátt í að hópnauðga ungri konu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift

Ten Hag tjáir sig í fyrsta sinn um Ronaldo eftir að samningi hans var rift
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn

Tveir handteknir sem eru grunaðir um innbrotið og þjófnaðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“

Ræddu myndbandið af Beckham sem fólk talar mikið um – „Ég var hissa“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“

Sjáðu hvað stuðningsmaðurinn gerði í Katar í gær: Stráði salti í sárin – „Flugvöllurinn er í þessa átt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið

Parísarmenn gætu nagað sig í handarbökin eftir gærkvöldið