fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433

Ástæðan fyrir því að Klopp ætlar ekki að kaupa nýjan leikmann í staðinn fyrir Coutinho

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 21. janúar 2018 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool greindi frá því á dögunum að hann ætlaði sér ekki að kaupa nýjan leikmann til þess að leysa Philippe Coutinho af hólmi.

Coutinho yfirgaf Liverpool á dögunum og samdi við Barcelona en spænska félagið borgaði Liverpool um 145 milljónir punda fyrir hann.

Klopp segist vera tilbúinn að eyða peningum ef réttur leikmaður finnst en hann reiknar ekki með því að styrkja hópinn frekar í janúarglugganum og ástæðan fyrir því er einföld.

„Við erum að fá Adam Lallana aftur, hann er kannski ekki arftaki Coutinho en það er gott að fá hann aftur. Hann er miðjumaður sem getur sótt og búið til, líkt og Coutinho,“ sagði Klopp.

„Hefur hann sömu eiginlega og Coutinho? Nei kannski ekki en hann er góður leikmaður og það er ýmislegt sem hann getur gert. Hann styrkir okkur og það er það sem skiptir máli.“

„Við erum líka með leikmenn eins og Oxlade-Chamberlain sem hefur verið að stíga upp. Milly getur hjálpað okkur og Gini líka. Þeir vilja allir bæta sinn leik og það er það sem þetta snýst um.“

„Auðvitað vil ég styrkja hópinn en ég vil ekki gera það í einhverju óðagoti, ég vil fá leikmenn sem styrkja okkur að sjálfsögðu en ég er að leita að ákveðnum leikmönnum og ef þeir eru ekki í boði þá er ég ekki að fara kaupa varaskeifu.“

„Ég met það þannig að ég sé með leikmenn til þess að gera þá hluti sem Coutinho var að gera og við skoðum svo stöðuna í sumar,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn

Chelsea vill losna við níu leikmenn á næstu dögum – Nokkur stór nöfn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Haaland tekur fram úr Sterling undir stjórn Guardiola

Haaland tekur fram úr Sterling undir stjórn Guardiola
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland sigurvegari á fjögurra liða móti

Ísland sigurvegari á fjögurra liða móti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðtal Hjörvars við stórstjörnuna vakti lukku – „Hann var tilbúinn með boxhanskana“

Viðtal Hjörvars við stórstjörnuna vakti lukku – „Hann var tilbúinn með boxhanskana“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Í gær

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“
433Sport
Í gær

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins