fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Matur

Svona býrðu til fullkomna eggjaköku í hvert einasta sinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 10:00

Bragðgóð eggjakaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið vandasamt að búa til jafn einfaldan rétt og eggjakakan er. Vefritið Delish býður uppá frábærar leiðbeiningar sem við verðum að deila með lesendum matarvefsins.

Fullkomin eggjakaka

Hráefni:

2 stór egg
salt og pipar
chili flögur
2 msk. smjör
¼ bolli rifinn cheddar ostur
2 msk. ferskur graslaukur, saxaður

Aðferð:

Takið ykkur meðalstóra skál í hönd og þeytið eggin þar til hvítan og rauðan hafa blandast vel saman. Kryddið með salti og pipar og smá chili flögum.

Bræðið smjörið yfir meðalhita á meðalstórri pönnu.

Hellið eggjunum á pönnuna og hallið henni þannig að eggin hylji pönnuna.

Þegar eggin byrja að eldast notið þið sleikju til að færa kantana nær miðjunni. Hallið pönnunni þannig að óelduðu eggin renni út á kanta pönnunnar.

Þegar að botninn er eldaður en toppurinn enn blautur, stráið osti og vorlauk á annan helming eggjakökunnar.

Takið sleikjuna og brjótið upp á eggjakökuna og rennið henni síðan á disk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri
Matur
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 5 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum