fbpx
Þriðjudagur 22.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Fimm hlutir sem fara úr tísku árið 2019

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. janúar 2019 15:00

Suða á mat í plasti er á útleið

Sous vide

Fyrir nokkrum misserum sló „sous vide“-eldunaraðferðin í gegn. Allir keyptu sér tæki og rúmlega 11 þúsund Íslendingar gengu í samnefndan hóp á Facebook. Þegar fárviðrinu slotaði stóð eftir sú staðreynd að fólk var að sjóða mat í plasti. Sous vide-tækin munu fá heiðurssess í geymslum landsmanna eins og fótanuddtækin forðum.

Suða á mat í plasti er á útleið

Floss

Hinn hressi dans fór sem eldur í sinu á síðasta ári. Fyrst byrjuðu börnin og síðan fóru fullorðnir að reyna fyrir sér. Að sjá miðaldra fólk reyna að „flossa“ er mannleg eymd í sinni tærustu mynd. Floss-dansinn mun falla í gleymskunnar dá á árinu.

Tenerife

Hjarðhegðun Íslendinga er mikil og enginn er maður með mönnum nema hann skelli sér til „Tene“. Núna eru allir búnir að fara og það er vísindalega sannað að það er mannskemmandi að fara ítrekað í sumarleyfi á sama áfangastað. Fer einhver lengur í sumarfrí til Rimini eða Mallorca? Hélt ekki.

Tenerife

Skegg

Skegg á öllum kynjum er á útleið. Skegg eru óþægileg, fagurfræðilega á skjön og þjóna ekki neinum praktískum tilgangi.

Skegg er á útleið

Snapchat

Það mun fjöldi fólks nota Snapchat áfram á árinu en miðillinn er ekki lengur „kúl“. Það er auðvitað dauðadómur. Unga fólkið er farið á aðra miðla og eftir standa miðaldra einstaklingar og reyna að halda í rafrænan æskuljómann.

Snapchat er ekki málið, ef fólk ætlar að vera svalt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál

Kynna niðurstöður átakshóps um húsnæðismál
Fréttir
Í gær

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt

Mikið annríki hjá lögreglunni – Þurfti að forgangsraða verkefnum þrátt fyrir vel mannaða vakt
Fyrir 2 dögum

Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar

Athyglissjúkir og hæfileikalausir áhrifavaldar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“

Logi Bergmann: „Óþolandi þegar fólk er að segja mér hvað ég á að gera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elísabet Ýr: „Jón Baldvin vill að við gleymum Matthildi og Carmen, Maríu og Margréti“

Elísabet Ýr: „Jón Baldvin vill að við gleymum Matthildi og Carmen, Maríu og Margréti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt að 100% hækkun á stöðugjöldum í bílastæðahúsum í Reykjavík

Allt að 100% hækkun á stöðugjöldum í bílastæðahúsum í Reykjavík