fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Barn beindi leisergeisla að umferð í Reykjanesbæ

Auður Ösp
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterkum grænum leisergeisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesju,. Lögregla ræddi við húsráðendur í viðkomandi húsi og kom þá í ljós að fjögurra ára sonur þeirra hafði verið að leika sér með leiserbendilinn í glugganum um kvöldið. Fólkinu var tjáð að styrkur bendilsins væri það mikil að geislinn gæti beinlínis verið hættulegur. Fólkið bað lögreglu að taka hann og farga honum.

Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar varnaðarorð sín vegna þeirrar hættu sem skapast getur ef leisergeislum er beint að umferð á landi eða í lofti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala