Óeining innan Viðreisnar

Benedikt formaður sagður halda þingmönnum í myrkrinu – Ekki sátt um stefnuna

Þingmenn Viðreisnar munu ekki sáttir við framgöngu formanns síns, Benedikts Jóhannessonar, í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þykir vanta upp á upplýsingaflæðið.
Ekki á eitt sáttir Þingmenn Viðreisnar munu ekki sáttir við framgöngu formanns síns, Benedikts Jóhannessonar, í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þykir vanta upp á upplýsingaflæðið.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Töluverðrar kergju gætir innan Viðreisnar vegna stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Er annars vegar kergja í garð Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, sem sagður er halda spilunum svo þétt að sér að þingmenn flokksins og bakland sé því sem næst óupplýst um stöðu viðræðnanna. Hins vegar er óeining innan þingflokksins varðandi stefnumál sem leggja á áherslu á í viðræðunum og þá ráðherrastóla sem sóst er eftir.

DV hefur heimildir fyrir því að áhrifafólk innan Viðreisnar sé orðið býsna langeygt eftir upplýsingum um stöðu mála í viðræðum formanns síns við þá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um hugsanlegt stjórnarsamstarf. Í viðtölum í fjölmiðlum síðustu daga hafa þeir þremenningar talað á þeim nótum að allt sé að ganga saman í viðræðum flokkanna og fátt beri í milli. Innan Viðreisnar er hins vegar óánægja með það í hvaða átt viðræðurnar stefna, eftir því sem þingmönnum flokksins sýnist.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.