fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Óeining innan Viðreisnar

Benedikt formaður sagður halda þingmönnum í myrkrinu – Ekki sátt um stefnuna

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. janúar 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverðrar kergju gætir innan Viðreisnar vegna stjórnarmyndunarviðræðna flokksins við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Er annars vegar kergja í garð Benedikts Jóhannessonar, formanns flokksins, sem sagður er halda spilunum svo þétt að sér að þingmenn flokksins og bakland sé því sem næst óupplýst um stöðu viðræðnanna. Hins vegar er óeining innan þingflokksins varðandi stefnumál sem leggja á áherslu á í viðræðunum og þá ráðherrastóla sem sóst er eftir.

DV hefur heimildir fyrir því að áhrifafólk innan Viðreisnar sé orðið býsna langeygt eftir upplýsingum um stöðu mála í viðræðum formanns síns við þá Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, um hugsanlegt stjórnarsamstarf. Í viðtölum í fjölmiðlum síðustu daga hafa þeir þremenningar talað á þeim nótum að allt sé að ganga saman í viðræðum flokkanna og fátt beri í milli. Innan Viðreisnar er hins vegar óánægja með það í hvaða átt viðræðurnar stefna, eftir því sem þingmönnum flokksins sýnist.

„Gott að heyra að vel gangi“

Vilja frekar utanríkisráðuneytið

Benedikt mun nú sækja mjög fast að fá í sinn hlut stól fjármálaráðherra, verði af myndun stjórnarinnar. Innan Viðreisnar eru hins vegar uppi sjónarmið, í það minnsta hjá hluta þingmanna, um að það sé ekki endilega skynsamleg afstaða heldur væri mun mikilvægara að flokkurinn fengi í sinn hlut utanríkisráðuneytið. Flokkurinn hafi í kosningabaráttu sinni lagt áherslu á Evrópumál og vestræna samvinnu en einnig uppbyggingu heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Nú bendi margt til að enginn þessara málaflokka verði á hendi Viðreisnar, ef marka megi það sem leki út um stjórnarmyndunarviðræðurnar, og það sé ótækt. Hins vegar ber þess að geta að í ljósi þess hversu lítt Benedikt hefur upplýst um gang mála eru Viðreisnarþingmenn þó í myrkrinu með þetta. Benedikt er þannig sagður hafa verið í takmörkuðu sambandi við þingmenn síðustu daga.

Líka meðvitaðir um eins manns meirihluta

Þingmenn Viðreisnar sem DV ræddi við segja að staðan sé óþægileg, óþægilegt sé að hafa takmarkaða hugmynd um hver staða viðræðnanna sé. Menn lesi í fjölmiðlum að sátt sé um meginlínur og að styttist í niðurstöðu en hafi ekki séð stafkrók um mikilvæga málaflokka. Einn þingmaður Viðreisnar orðaði það þannig við blaðamann að það væru ekki bara þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem væru meðvitaðir um að hugsanleg stjórn hefði bara eins manns meirihluta, það væru þingmenn Viðreisnar líka.

Þá er sögð óánægja í baklandi flokksins vegna þess að gengið sé út frá því sem sjálfsögðum hlut að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson eigi heimtingu á ráðherrastólum í ríkisstjórn. Það þyki ekki lýðræðislegt og auk þess þyki það ekki til sóma fyrir flokk sem hefur lagt áherslu á að jafna verði stöðu kynjanna í samfélaginu að bjóða upp á ráðherralista þar sem halli á konur.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, bíður þess með óþreyju að sjá drög að stjórnarsáttmála.
Orðin óþreyjufull Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, bíður þess með óþreyju að sjá drög að stjórnarsáttmála.

Gott að heyra að vel gangi

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vildi ekki tjá sig um deilurnar innan Viðreisnar þegar DV leitaði eftir því. Hún staðfesti hins vegar að hún teldi æskilegt að eitthvað færi að birtast handfast um stöðu viðræðnanna. „Það er gott að heyra að viðræðurnar gangi vel. Ég er hins vegar orðin óþreyjufull að sjá allavega drög að útkomu til að geta tekið efnislega afstöðu til hugsanlegs stjórnarsáttmála. Mig er farið að lengja nokkuð eftir því og það er rétt að taka fram að þingmenn Viðreisnar eru ekki búnir að taka efnislega afstöðu til stjórnarsamstarfs.“

Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“