fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Fá undanþágu frá bannlista Rússanna

VSV og Ísfélagið mega selja til Hvíta-Rússlands – Stórkaupandi „liðkaði fyrir“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. september 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa fengið leyfi til að selja vörur til Hvíta-Rússlands þar sem þau hafa verið á tímabundnum bannlista. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) segir hvítrússneskan stórkaupanda á íslenskum sjávarafurðum hafa „liðkað fyrir“ undanþágunni frá bannlista Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Fyrirtækin sem um ræðir eru VSV, Ísfélag Vestmannaeyja, Skinney-Þinganes og Huginn VE í Vestmannaeyjum.

„Öll þessi fyrirtæki voru að fá leyfi til að flytja inn til Hvíta-Rússlands. Þetta er unnið í samvinnu við stærsta viðskiptavin okkar þar, Santa Bremor. Hann hefur verið stærsti kaupandinn á íslenskum loðnuhrognum en útflutningurinn er ekki hafinn en við eigum þennan valmöguleika,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV.

Fyrsta skref

Vinnslustöðin, Skinney-Þinganes og Huginn VE hafa öll verið á bannlista tollabandalagsins síðan í febrúar 2015. Ísfélagi Vestmannaeyja var bætt á listann á aðfangadag í fyrra ásamt nokkrum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þau hafa því ekki mátt selja afurðir til landa tollabandalagsins ofan á innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem tók gildi í ágúst 2015. DV greindi í september það ár frá úttekt sendinefndar tollabandalagsins, sem þá stóð yfir, á íslenskum fiskvinnslum í eigu nokkurra stærstu útgerðarfélaga landsins. Óttuðust útflytjendur sem blaðið ræddi þá við að sala þeirra til Hvíta-Rússlands og Kasakstans yrði einnig stöðvuð sem og að úttektin gæti leitt til þess að fyrirtæki þeirra yrðu áfram í innflutningsbanni til tollabandalagsins færi svo að Rússar ákvæðu að leyfa aftur innflutning á íslenskum fiski.

Samkvæmt vefsíðu Matvælastofnunar Rússlands eru nú alls átta íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi eða kjötframleiðslu á bannlista tollabandalagsins. Fyrirtækin fjögur sem um ræðir hafa þar verið merkt með gulum lit síðan 20. september síðastliðinn og innflutningur á vörum þeirra til allra landanna þriggja því ekki verið heimilaður. Sigurgeir Brynjar segir ákvörðunina um að leyfa sölu til Hvíta-Rússlands vera mikilvægt fyrsta skref.

„Santa Bremor hefur verið að kaupa um þrjú þúsund tonn af loðnuhrognum á ári sem fara á um þrjá og upp í fimm dollara kílóið eftir árferði. Síðan er auðvitað síld sem hann er mjög stór framleiðandi að og hefur keypt um 20 þúsund tonn af síld í heildina frá Íslandi og Noregi,“ segir Sigurgeir.

Kjöt og fiskur

Sjávarútvegsfyrirtækin FISK-Seafood á Sauðárkróki, Búlandstindur á Djúpavogi, Frostfiskur í Þorlákshöfn og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði eru enn á bannlista tollabandalagsins ásamt afurðum af Vilhelmi Þorsteinssyni EA, fjölveiðiskipi Samherja á Akureyri. Kjötframleiðendurnir Kaupfélag Skagfirðinga (KS) og Sláturfélag Suðurlands eru þar einnig ásamt Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem er í eigu KS. Innflutningsleyfi þeirra voru afturkölluð í febrúar í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“