Mæðgurnar Ana Maria de Jesus, 52 ára gömul, og 21 árs dóttir hennar, Larissa de Jesus Castilho, létust eftir að hafa borðað eitraða afmælistertu í sumar.
Atburðurinn átti sér stað í úthverfi Sao Paulo í Brasilíu. Þær Ana og Larissa veiktust hastarlega eftir að hafa borðað afmælistertu í júlímánuði. Þær voru fluttar á sjúkrahús þar sem þær létust skömmu síðar.
Málið hefur síðan þá verið í rannsókn lögreglu sem krefst handtökuskipunar á hendur manni að nafni Leonardo, sem talinn er hafa afhent mæðgunum tertuna. Hann er eiginmaður frænku Önu Mariu, sem heitir Patricia.
Efnasýni sem tekin voru í kjölfar andláts kvennanna leiddu í ljós að plágueyði (pesticide) var að finna í líkömum þeirra.
Samkvæmt fréttum Metro og fleiri fjölmiðla rannsakaði lögregla símtæki þeirra Patriciu og Leonardo. Kom í ljós að þau höfðu leitað að grunsamlegum upplýsingum á netinu, t.d. um hjartaáfall af völdum krampa og um eitrun af völdum hreinsiefnis.
Einnig leiddi rannsókn lögreglu í ljós að Ana Maria hafði reglulega lánað hjónunum peninga. Segir lögregla að fjárskuld gæti tengst dauða mæðginanna.
Lögregla hefur enn ekki fengið dómstól til að samþykkja handtöku á Leonardo en hann er undir smásjá lögreglu og er grunaður um aðild að láti kvennanna. Rannsókn málsins heldur áfram.