fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Pressan
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 18:30

Gervigreindin stóð sig betur en læknarnri. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Microsoft hefur lyft hjúpnum af gervigreindarforriti sem er betra en læknar við að greina flókin heilsufarsvanda. Segir fyrirtækið að þetta opni „leiðina að ofurgreind í læknisfræði“.

Fyrirtækið hefur þróað kerfi sem hermir eftir sérfræðingahópi lækna við að „greina flókin tilfelli“.

Microsoft segir að þegar kerfið var parað við hið þróaða o3 gervigreindarlíkan OpenAi, hafi það „leyst“ rúmlega átta af þeim tíu verkefnum sem voru lögð fyrir það. Þessi verkefni höfðu verið sérvalin.  Þegar sömu verkefni voru lögð fyrir starfandi lækna, sem nutu engrar aðstoðar frá öðrum læknum og höfðu ekki aðgang að bókum eða gervigreind, þá leystu þeir tvö af hverjum tíu verkefnum.

Microsoft segir að kerfið sé einnig ódýrara en að nota lækna því það sé miklu skilvirkara þegar komi að því að panta rannsóknir.

Þrátt fyrir að þetta geti hugsanlega sparað mikla fjármuni, þá gerir Microsoft lítið úr áhrifum kerfisins á störf lækna og segir að það muni frekar verða viðbót við tækjakost lækna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli