fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Pressan

Eiginkonu hans var rænt og hún pyntuð í 22 daga – Sex árum eftir að hún fannst kom sannleikurinn í ljós

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2024 20:45

Sherri Papini

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2016 beið Keith Papini í 22 martraðarkennda daga eftir fréttum, það eina sem hann gat gert var að halda í vonina um að fá eiginkonu sína, Sherri, aftur heim. 

Þann 2. nóvember fór Sherri, móðir tveggja ungra barna þeirra Keith út að skokka nálægt heimili fjölskyldunnar í Redding í Kaliforníu. Hún sneri ekki aftur heim og ekkert fannst nema iPhone síminn hennar og lokkar af ljósu hári hennar.

„Ég borðaði ekki, ég svaf ekki. Þetta var versti tími lífs míns,“ rifjar Keith sem orðinn er fertugur upp. Hann segir sögu sína í Perfect Wife: The Mysterious Disappearance of Sherri Papini, nýrri þriggja þátta heimildarmynd sem kom á Hulu fimmtudaginn 20. júní.

Þegar lögregla og sjálfboðaliðar rannsökuðu hverfið í leit að vísbendingum kom Keith fram í ríkissjónvarpi grátklökkur þar sem hann sagðist óska þess eins að konan hans kæmi aftur heim. Og síðan, jafn skyndilega og hvarf hennar hafði ratað í fréttir, birtist Sherri aftur á þakkargjörðardaginn við hliðina á þjóðvegi nálægt Sacramento, um 240 km frá heimili þeirra. Hún var með keðju um mittið og málmklemmur á ökklum og sagði lögreglu að henni hefði verið rænt og haldið í dimmu herbergi með fötu af kattasandi fyrir klósett.

Endurkoma Sherri leit út fyrir að vera kraftaverk. Keith flýtti sér á sjúkrahúsið þar sem kona hans var og beið í fimm klukkustundir á meðan lögreglan yfirheyrði Sherri. Þegar hann fékk síðan að hitta konu sína þar sem hún lá í sjúkrarúminu læddist að honum efi.

„Um leið og ég sá andlitið á henni – hvernig hún horfði upp á mig – fann ég bara fyrir tilfinningunni: „Þetta er lygi,“ segir hann. Samt þegar hann faðmaði hana fann Keith hrúður á baki Sherri og sá marbletti um allan líkama hennar. „Það fékk mig til að trúa því að það væri engin leið að einhver gæti gert sjálfum sér þetta,“ segir hann. „Þá fékk ég samviskubit yfir því að hafa jafnvel hugsað það.“

Mannránið var mynstur sem hafði endurtekið sig ótal sinnum á lífsleiðinni með Sherri, en skelfileg frásögn hennar um að hafa verið rænt með byssu, haldið gegn vilja hennar og pyntuð af tveimur rómönskum konum hreif þjóðina á tíunda áratugnum. Í sex ár eftir að hún var látin laus stóð Keith við hlið eiginkonu sinnar og studdi hana þrátt fyrir efasemdir árið 2020 þegar yfirvöld, með vísan til DNA, fullyrtu að hún hefði skipulagt þrautagöngu sína sjálf með hjálp frá fyrrverandi kærasta í Costa Mesa í Kaliforníu. Efasemdir Keith urðu að veruleika 18. apríl 2022, þegar Sherri játaði sig seka eftir að hafa verið ákærð fyrir að hafa gefið rangar yfirlýsingar til alríkisfulltrúa og póstsvik. Sherri fékk 18 mánaða fangelsisdóm og var látin laus snemma árs 2023. Hún býr enn í Kaliforníu. Fyrrverandi kærasti hennar hefur ekki verið ákærður fyrir glæp.

Sherri við yfirheyrslur

Þau kynntust fyrst þegar þau voru nemendur í grunnskóla í Redding, hann í sjöunda bekk og hún í áttunda bekk, þar skiptust þau á fyrsta kossinum. Sherri flutti síðan brott með fjölskyldu sinni, en þegar hún flutti aftur til Redding árið 2006 tóku þau Keith saman og giftu sig þremur árum síðar.

Lífið tók við með vinnu, reikningum og barnauppeldi þar til Keith, sem starfar sem hljóð- og myndmiðlunarsérfræðingur, kom úr vinnu einn daginn og komst að því að Sherri, sem hafði verið sagt upp störfum hjá símafyrirtæki, var ekki heima og hafði ekki sótt börnin úr dagvistun.

Með því að nota GPS forrit fann Keith síma Sherri á jörðinni tæpa 2 km frá heimili þeirra. „Ég man að ég beygði mig niður til að taka hann upp, en hætti við og tók mynd af honum af því mér fannst þetta eitthvað skrýtið,“ segir hann. „Þá sá ég hárið á henni vafið í heyrnartólunum.“  Brúðkaupslag þeirra hjóna, Everything eftir Michael Bublé spilaði endurtekið. „Ég vissi með fullri vissu að hún var tekin gegn vilja sínum.“

Keith hringdi í neyðarlínua og mannmörg leit um allt land tók við. Nánir vinir og nágrannar studdu Keith að hans sögn, en þegar vika var liðin og ekkert hafði til Sherri spurst fóru kjaftasögur á kreik um að Sherri hefði flúið úr hjónabandinu. Keith lét þessar kjaftasögur sem vind um eyru þjóta.

Mannræningjarnir samkvæmt lýsingu Sherri

„Sherri skrifaði lög handa mér. Hún skrifaði kort til mín. Mér fannst ég elskaður. Og þó að svo væri ekki þá sá ég ekki fyrir mér að hún hefði viljað yfirgefa börnin okkar.“ 

Sherri hafði áður gripið til blekkinga. Þegar Keith bað hennar byrjaði Sherri með brúðkaupsblogg þar sem hún skrifaði yfirdrifnar lýsingar um rómantískt líf þeirra. „Þetta var þessi ævintýraástarsaga. Margt af því var satt, en margt af því bjó hún til og ýkti til að gera söguna betri,“ segir Keith sem telur að Sherri hafi viljað fá athygli. Segist hann hafa látið þetta vera, og sætt sig við þennan galla í fari Sherri.

Sherri skreytti líka fortíð sína og hélt því fram að hún hefði farið í háskóla í Suður-Kaliforníu, lært ballett og selt bíla. Keith benti henni á að sú tímalína gengi ekki upp. „Ef eitthvað var ekki að ganga upp þá var hún að yfirfæra það á æsku sína: „Jæja, það er vegna bernsku minnar. Þú upplifðir það ekki vegna þess að þú áttir foreldra sem elskuðu þig,“ sagði alltaf. Nú sé ég hvernig hún var alltaf að snúa þessu upp á mig, svo ég bæðist fyrirgefningar á að efast um orð hennar og gæfi henni ást og umhyggju.“

Rannsókn lögreglu og alríkislögreglunnar FBI á brottnámi Sherri hélt áfram í nokkur ár. Keith var í sambandi við yfirvöld og kom áfram til þeirra upplýsingum þegar Sherri deildi með honum upplýsingum um brottnámið og fangavistina. Hann sat með henni við yfirheyrslu árið 2020 þegar fulltrúar FBI fullyrtu að DNA úr fötum hennar hefði verið auðkennt og tilheyrði fyrrverandi kærasta hennar, sem sannaði að hún var með honum þegar hún falsaði mannránið. Keith var niðurbrotinn og rak Sherri af heimilinu. Eftir að hafa verið burtu í einn sólarhring var hún búin að sannfæra hann um að leyfa henni að koma aftur heim.

Hjónin þegar allt lék í lyndi

Spennan og tortryggnin stigmagnaðist. „Hún sagði sem dæmi: „Ég elska þig. ég gerði ekki neitt. Ég sagði þér að þeir væru að skipta sér af okkur – þeir eru að reyna að stilla okkur upp á móti hvort öðru,“ rifjar hann upp. Á hverjum degi rifjaði Sherri upp 22 daga áfallið og gagnrýndi Keith fyrir að sýna henni ekki samúð. . „Einu sinni horfði hún á mig og sagði: „Ég verð að lifa með því að þú hafir aldrei fundið mig.“ Þessi orð hennar krömdu í mér hjartað.“

Þegar Sherri var loksins handtekin af alríkislögreglunni í mars 2022 urðu börn hennar vitni að því að móðir þeirra var leidd í burtu í handjárnum. Keith og Sherri eru fráskilin, hann hefur einn forræði yfir börnum þeirra, Violet, níu ára og Tyler, 11 ára. Sherri hittir þau í mánaðarlegum heimsóknum undir eftirliti. Nýlega sagði Keith börnunum frá glæp móður þeirra, þó ekki í smáatriðum.

„Mörgu af æsku þeirra var að mínu mati stolið frá þeim,“ segir hann. „Svo stærsta markmið mitt er að veita þeim hamingusamt og heilbrigt líf og umkringja þau kærleiksríku fólki.“ Hvað varðar eftirsjá að hafa treyst móður þeirra, segir Keith að bitur reynsla hans hafi ekki breytt honum verulega. „Ég spyr fleiri spurninga og er líklega varkárari, en ég er samt að finna að fólk er heilsteypt. Þannig hef ég lifað lífi mínu og það er það sem ég kenni börnunum mínum. Sherri sagði mér alltaf að hún hefði ekki gert neitt og ég trúði henni,“ segir Keith, sem segir Sherri hafa átt auðvelt nota erfiða æsku sem afsökun fyrir tíðum lygum og ýkjum. „Ef þú átt að geta treyst einhverjum þá er það maki þinn í lífinu. En ég hafði rangt fyrir mér þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi

Átta algengustu ástæðurnar fyrir framhjáhaldi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð

Ung stjarna var ekki öll þar sem hún var séð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?

Hver myrti Sherri? – Hvar var DNA-sýnið?
Pressan
Fyrir 1 viku

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 1 viku

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri