fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Pressan
Mánudaginn 13. maí 2024 16:30

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu rannsakar nú skelfilegt mál þar sem allt að tólf drengir á aldrinum 11 til 16 ára eru sagðir hafa nauðgað 14 ára stúlku. Áttu árásirnar sér stað í þrjú skipti á tímabilinu frá 2. apríl til 6. apríl síðastliðinn.

Málið hefur vakið óhug í Belgíu vegna alvarleika brotsins en ekki síður í ljósi ungs aldurs gerendanna.

Grunur leikur á að kærasti stúlkunnar sé höfuðpaur málsins en hann er sagður hafa lokkað stúlkuna inn í skóglendi við borgina Kortrijk þann 2. apríl síðastliðinn. Þar er hann sagður hafa nauðgað henni fyrir framan drengina. Fjórir drengjanna sem fylgdust með eru svo sagðir hafa nauðgað henni í kjölfarið.

Sá yngsti í málinu, 11 ára drengur, er sagður hafa verið á verði til að tryggja að enginn sæi til þeirra og þá kemur fram í fréttum að myndbönd af brotunum hafi verið deilt í gegnum Snapchat. Brotið var gegn stúlkunni í samtals þrjú skipti yfir fimm daga tímabil, að sögn belgískra fréttamiðla.

Belgískir fjölmiðlar segja að tíu drengir hafi verið handteknir en allir eru þeir sagðir vera af norðurafrískum eða sómölskum uppruna.

Lögregla hefur reynt að halda málinu frá kastljósi fjölmiðla þar sem rannsóknin er viðkvæm og umfangsmikil. Stúlkan sagði ekki strax frá brotunum en drengirnir voru fyrst handteknir 25. apríl síðastliðinn. Fjórir drengir, þar á meðal umræddur kærasti stúlkunnar, eru í haldi yfirvalda vegna málsins.

Kelly de Caluwé, lögmaður 16 ára pilts sem er grunaður í málinu, segir að skjólstæðingur hennar neiti sök en átti sig þó á því að eitthvað „alvarlegt“ hafi átt sér stað í málinu. Kelly hefur farið fram á að lögregla taki aftur skýrslu af skjólstæðingi sínum vegna tungumálaörðugleika sem komu upp þegar hann var fyrst yfirheyrður.

Borgarstjóri Kortrijk, Vincent Van Queickenborne, hefur einnig tjáð sig um málið en hann hafði vitneskju um það áður en það komst í kastljós fjölmiðla.

„Saksóknarar leyfa mér ekki að tjá mig mikið um málið en ég hef vitað að rannsókninni í nokkurn tíma. Þetta er hræðilegt mál sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Ég segi það ekki einungis sem stjórnmálamaður heldur einnig sem faðir þriggja ungra barna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?