fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Belgía

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Pressan
13.05.2024

Lögreglan í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu rannsakar nú skelfilegt mál þar sem allt að tólf drengir á aldrinum 11 til 16 ára eru sagðir hafa nauðgað 14 ára stúlku. Áttu árásirnar sér stað í þrjú skipti á tímabilinu frá 2. apríl til 6. apríl síðastliðinn. Málið hefur vakið óhug í Belgíu vegna alvarleika brotsins en ekki síður Lesa meira

Framleiðslan niðri vegna tölvuárásar

Framleiðslan niðri vegna tölvuárásar

Fréttir
09.03.2024

Framleiðsla hins belgíska bjórs Duvel lá niðri um stund vegna tölvuárásar óprúttinna aðila. Ráðist var á fimm brugghús. Árásin átti sér stað aðfaranótt miðvikudags. Að sögn bjórframleiðandans var um svokallaða „gíslatökuárás“ að ræða. Það er að netþrjótarnir stela ákveðnum gögnum, halda þeim í gíslingu og krefjast lausnargjalds. Þurfti að loka fimm brugghúsum um stund vegna árásarinnar. Náðst hefur að Lesa meira

Lést af völdum jólatrés

Lést af völdum jólatrés

Pressan
22.12.2023

Kona lést og tveir aðrar konur slösuðust þegar stórt jólatré féll á þær í hvassviðri síðastliðinn fimmtudag. Atvikið átti sér stað á jólamarkaði í borginni Oudenaarde í Belgíu. Atburðarásin náðist á öryggismyndavél og hafa belgískir fjölmiðlar sýnt myndbandið. Á því má sjá fagurlega skreytt jólatréð sem er 20 metra hátt hallast og svo loks falla Lesa meira

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því

Hafa lagt hald á mörg tonn af kókaíni – Geta ekki eytt því

Pressan
26.11.2022

Belgíska tollgæslan hefur lagt hald á svo mikið af kókaíni að undanförnu að nú eiga yfirvöld í vandræðum með að eyða öllum þessu fíkniefnum. Kókaínið kemur frá smyglurum sem reyna að koma því inn í Evrópu í gegnum höfnina í Antwerpen. Það að tollgæslan nái svo miklu magni af fíkniefnum vekur auðvitað gleði því þau ná Lesa meira

Lögreglumaður myrtur í Belgíu og annar særður

Lögreglumaður myrtur í Belgíu og annar særður

Pressan
11.11.2022

Lögreglumaður var myrtur á götu úti í Brussel í Belgíu í gær. Annar er alvarlega særður. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Vitni segja að hann hafi öskrað „allahu akbar“ þegar hann réðst á lögreglumennina. Lögreglan rannsakar nú hvort um hryðjuverk hafi verið að ræða. Árásin var gerð í Aarschostraat, sem er fræg gata í Brussel. Belgískir fjölmiðlar segja Lesa meira

Söguleg lögregluaðgerð í Belgíu – Komu upp um nýja undirheima

Söguleg lögregluaðgerð í Belgíu – Komu upp um nýja undirheima

Pressan
28.10.2021

Snemma að morgni síðasta þriðjudags hófst ein stærsta aðgerð belgísku lögreglunnar á síðari tímum. Hún beindist að skipulögðum glæpasamtökum sem standa fyrir smygli og dreifingu á fíkniefnum. Eftir nokkurra klukkustunda aðgerðir höfðu 114 húsleitir verið framkvæmdar um allt land og 64 handteknir. Belgísk yfirvöld segja að aðgerðin hafi verið söguleg því upp hafi komist um Lesa meira

Hefja manndrápsrannsókn í kjölfar flóðanna í Belgíu

Hefja manndrápsrannsókn í kjölfar flóðanna í Belgíu

Pressan
29.07.2021

Rannsókn er hafin á hvort einhver beri ábyrgð á því að 38 manns létust í miklum flóðum í Belgíu fyrr í mánuðinum. Í tilkynningu frá saksóknaraembættinu í Liege kemur fram að rannsóknin beinist að því hvort einhver hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi með því að sýna ekki af sér nægilega framsýni eða aðgát. Lesa meira

1.300 manns saknað á flóðasvæðunum í Þýskalandi

1.300 manns saknað á flóðasvæðunum í Þýskalandi

Pressan
16.07.2021

Ekki er vitað um afdrif um 1.300 manns á flóðasvæðunum í Bad Neuenahr-Ahrweiler í Þýskalandi. Staðfest hefur verið að 59 hafi látist í óveðrinu í Þýskalandi og 9 í Belgíu. Mikil úrkoma hefur einnig verið í Lúxemborg og Hollandi en ekki hafa borist fregnir af manntjóni þar. Lögreglan varar fólk við að fara inn á flóðasvæðin í vesturhluta Þýskalands. Bild Lesa meira

Belgíska lögreglan leitar að þungvopnuðum hermanni – Ætlar að myrða þekktan farsóttafræðing

Belgíska lögreglan leitar að þungvopnuðum hermanni – Ætlar að myrða þekktan farsóttafræðing

Pressan
20.05.2021

Belgíska lögreglan gerir nú mikla leit að Jurgen Conings, hermanni, sem er þekktur öfgahægrimaður. Hann er þungvopnaður og telur lögreglan að mikil hætta stafi af honum. Hann hyggst meðal annars myrða farsóttafræðinginn Marc Van Ranst, sem stýrir aðgerðum yfirvalda gegn kórónuveirunni. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Conings starfi sem skotþjálfari og hafi því aðgang að fjölda vopna. Lögreglan telur að hann Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af