fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld hafa bannað samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, sem er í eigu Elon Musk að birta myndband af hnífaárás sem átti sér stað í kirkju í Sydney í síðustu viku.

Elon Musk segir að áströlsk yfirvöld stundi ritskoðun en forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, segir að Musk sé „hrokafullur milljarðamæringur.“

Ástralska stofnunin eSafety Commission ákvað á dögunum að takmarka aðgang fólks að myndbandinu á samfélagsmiðlum. Albanese segir að langflest samfélagsmiðlafyrirtæki hafi orðið við beiðni ástralskra yfirvalda um að loka fyrir myndbandið en það hafi X ekki gert.

Var því brugðið á það ráð að fá lögbann á myndbandið sem gekk eftir og er það í gildi til miðvikudags. Þegar það rennur út verður reynt að fá það bannað varanlega.

Musk brást við á X með færslu þar sem hann þakkaði ástralska forsætisráðherranum fyrir að undirstrika það að X væri eini samfélagsmiðillinn sem segði sannleikann.

Alabanese brást við ummælum Musks í sjónvarpsviðtali þegar hann sagði meðal annars:

„Við reynum að gera það sem nauðsynlegt er til að eiga við þennan hrokafulla milljarðamæring sem telur sig hafinn yfir lög og siðferði. Það að hann sé reiðubúinn að fara fyrir dómstóla til að fá að sýna ofbeldisfullt myndband sýnir vel hversu taktlaus Elon Musk er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru