fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hetjudáðin á Everest í nýju ljósi eftir yfirlýsingu frá ferðafélagi – Laug sjerpinn?

Pressan
Föstudaginn 9. júní 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huguð hetjudáð sjerpa nokkurs á hinu ógnandi og hættulega fjalli, Everest, átti eftir að draga dilk á eftir sér, þegar hatursbylgja hófst á samfélagsmiðlum í garð fjallagarps sem hafði verið bjargað úr bráðri hættu. 

Þann 18. maí síðast liðinn var sjerpinn Gelje að fylgja hópi skjólstæðinga upp á Everest. Gelje segir að þá hafi hann séð fjallagarp, nokkurn, Ravichandran, í sjálfheldu. Ravichandran þessi hafi verið strandaglópur á svæði Everest sem kallast „dauða svæðið“.

Gelje sagði í færslu á Instagram að hann hafi ákveðið að hafa snöggar hendur, hafi hann sannfært hópinn sem hann varð að liðsinna um að fresta för sinni svo hann gæti komið Ravichandran til baka. Hann hafi svo borið fjallagarpinn á baki sér niður hlíðar Everest, en Ravichandran hafi ekki verið með súrefni á sér og því víst að hann hefði ekki lifað gönguna af án inngrips. Alls hafi Gelja borið fjallagarpinn í sex klukkustundir.

Fékk Gelje mikið lof fyrir þrekvirkið, enda er þetta hættulegt svæði á fjallinu og ekki hver sem er hefði hætt sínu eigin lífi til að bjarga ókunnugum aðila. Allt ætlaði svo um koll að keyra þegar viðtöl birtust við Ravichandran þar sem hann minntist hvorki á þrekvirkið né sjerpann góða. Netverjar brugðust ókvæða við og fylktu liði í athugasemdakerfi samfélagsmiðla Ravichandrans og húðskömmuðu hann fyrir vanþakklætið. Fjallagarpurinn reyndi að koma sér undan gagnrýninni með því að blokka sjerpann og eyða út neikvæðum athugasemdum, en að lokum réði hann ekki við hatursbylgjuna og birti fremur snubbótta færslu þar sem hann þakkaði Gelja, ásamt þeim ferðafélögum sem  hefðu skipulagt björgun hans og þeim fjölmörgu sjerpum sem komu að verkinu.

Þetta passaði illa við frásögn Gelje sem hafði greint svo frá að hann hefði verið á fjallinu í öðrum erindum þegar hann hefði fyrir tilviljun komið auga á fjallagarpinn og bjargað honum einn síns liðs.

Laug sjerpinn?

Netverjar töldu augljóst að fjallagarpurinn væri að gera lítið úr sjerpanum, enda væri það vanmetin stétt sem nyti ekki þeirrar virðingar sem hún á skilið. Áfram hélt gagnrýnin á fjallagarpinn og hatrið virtist ætla að sigra. Nánar má lesa um upphaf málsins og eftirmálana í fréttinni hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hetjudáð á Everest endaði með hatursbylgju á samfélagsmiðlum – „Ég bar hann sjálfur alla leiðina niður“ 

Nema hvað að svo heyrði til tíðinda í fyrradag. Gelje starfar fyrir ferðafélagið Seven Summits Treks, en systurfélag þess er 14 Peaks Expedition. Þessum tveimur félögum hafði Ravichandran ítrekað þakkað björgunina opinberlega, netverjum til lítillar skemmtunar.

En sjerpinn Tashi Lakpa sem stofnaði 14 Peaks Expedition hefur nú varpað nýju ljósi á atvikin á Everest og hans saga rímar illa við frásögn Gelje.

„Ég tók allar ákvarðanir um þessa björgun,“ sagði Tashi í samtali við Independent. „Ég sendi út björgunarteymi og þetta var sameiginleg verkefni. Fyrst sendi ég Gelja til að athuga með ástand Ravi og Gelje greindi mér frá því að það væri mjög bágt. Á þessum tíma hafði sjerpinn Ming Tenji þegar komið súrefni til Ravi og ég bað þá Gelje að aflýsa ferðinni sem hann var í og koma Ravi niður.“

Tashi segir að myndband sem sýnir hvar Gelje er að bera Ravichandran á baki sér, sem hefur farið sem eldur í sinu um netheima, sé ekki það sem fólk heldur. Maðurinn á myndbandinu sé ekki Gelje, því Gelje hafði Ravichandran ekki á bakinu, enda gat hann það ekki þar sem hann var sjálfur að taka um myndbandið.

Gelje hafi þó vissulega tekið þátt en hann og annar sjerpi hafi skipst á að bera fjallagarpinn, enda löng ferð niður og erfið. Því hafi þetta verið sameiginlegt grettistak og hafi Gelje ekkert með að eigna sér heiðurinn, hvað þá að krefjast þess að Ravichandran taki undir ýktu útgáfu hans af atvikum.

Þar hafið þið það. Ljóst er að einhver er ekki að segja satt, en hver? Það mun vonandi koma í ljós.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum