fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hetjudáð á Everest endaði með hatursbylgju á samfélagsmiðlum – „Ég bar hann sjálfur alla leiðina niður“ 

Pressan
Miðvikudaginn 7. júní 2023 21:03

Myndin er samsett. Gelje er í rauðu úlpunni og Ravichandran í þeirri gulu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huguð hetjudáð sjerpa nokkurs á hinu ógnandi og hættulega fjalli, Everest, átti eftir að draga dilk á eftir sér, þegar hatursbylgja hófst á samfélagsmiðlum í garð fjallagarps sem hafði verið bjargað úr bráðri hættu. 

Þann 18. maí síðast liðinn var sjerpinn Gelje að fylgja hópi skjólstæðinga upp á Everest. Gelje segir að þá hafi hann séð fjallagarp, nokkurn sem aðeins hefur verið kallaður Ravichandran í umfjöllun um málið, í klandri. Ravichandran þessi hafi verið strandaglópur á svæði Everest sem kallast „dauða svæðið“.

Gelje greindi frá því í færslu á Instagram að hann hafi séð fjallagarpinn skjálfa og ríghalda í reipi eins og „maður sem þurfti björgun og enginn annar var að hjálpa“.

Gelje, sem kallar sig fjallatígur og baráttumann, sagði að hann hafi því sannfært skjólstæðinga sína um að hætta við för sína svo hann gæti freistað þess að bjarga strandaglópnum og koma honum í skjól. Gelje hafi svo komið Ravichandran til bjarga og borið hann á baki sér úr dauða svæðinu, sem er það hátt yfir sjávarmáli að klifurgarpar þurfa venjulega að vera með auka súrefni til að líkami þeirra hafi dvölina á þessu svæði af.

Sjerpinn skrifaði í færslu sinni að Ravichandran hefur augljóstlega látið lífið á fjallinu, hefði honum ekki verið bjargað.

„Ég bar hann sjálfur alla leiðina niður“

Sakaður um vanþakklæti eftir lífsbjörg

Eðlilega vakti þessi frásögn sjerpans mikla athygli. Yfirvöld í Nepal básúnuðu afrekinu og samfélag fjallagarpa fagnaði afrekinu, enda ekki sjálfgefið að fólk stefni sér í hættu til að bjarga öðrum á þessu svæði þar sem slíkt er oft ómögulegt sökum hæðarinnar.

En ekki tóku allir andköf yfir hetjudáðinni. Einn maður virtist  hreinlega ekkert hrifinn – en sá maður var sjálfur fjallagarpurinn – Ravichandran. Hann hafði ekkert hrósað Gelje fyrir afrekið, en netverjar tóku það óstinnt upp og gagnrýndu fjallagarpinn harðlega fyrir að hafa ekki gefið Gelje heiðurinn að björguninni, og ekki nóg með það heldur hafði fjallagarpurinn hreinlega blokkað sjerpann á Instagram.

Ravichandran var sendur með flugi til Malasíu eftir að honum var bjargað. Þar hafði hann mætt í viðtöl og þakkað stuðningsaðilum sínum og greint frá reynslu sinni. Hann minntist þó aldrei á hugrakka sjerpann.

Netverjar sökuðu fjallagarpinn um vanþakklæti í garð mannsins sem hafði ekki bara bjargað lífi hans, heldur borið hann á baki sér niður hæsta fjall í heimi.

Tapaði átta fingrum á fjallinu

Ravichandran er reyndur fjallagarpur og hefur áður glímt við Everest og tapaði til dæmis átta fingrum á fjallinu árið 2007 sökum frostbits. Hann sagði í viðtali við News Asia á síðasta ári að hann hafi misst fingurna því „ég var örvæntingarfullur að reyna að sanna mig, svo ég píndi mig svo mikið áfram að ég hunsaði sársaukann í fingrunum.“

Hann hafi ákveðið að fara aftur á fjallið til að vinna bug á neikvæðri reynslu sinni.

„Í hvert sinn sem þú ferð aftur á staði sem minna þig á myrka tíma, og þér tekst að takast betur á við áskorunina, þá færir það þig á bjartari stað og gefur þér bjartari yfirsýn.“

Ravichandran hefur skrifað eina færslu á Instagram síðan honum var bjargað og sagðist eiga félögum sínum líf sitt að þakka. En samkvæmt Gelje hafði hann þó verið einn á ferð, enginn hafi verið að hjálpa honum, engir félagar á svæðinu, ekkert súrefni og enginn sjerpi eða leiðsögumaður.

Ákváðu netverjar að láta ekki kyrrt liggja og hafa skrifað athugasemd eftir athugasemd á samfélagsmiðlum fjallagarpsins þar sem skorað er á hann að viðurkenna hlut Gelja í björgun hans.

Viðurkenndi loksins sjerpann

Nýjar vendingar áttu sér svo stað í málinu um helgina þegar Ravichandran lét undan þrýstingi netverja og opnaði aftur fyrir aðgang Gelje, eða afblokkaði hann. Fjallagarpurinn skrifaði svo færslu þar sem hann viðurkenndi loksins að sjerpinn hefði bjargað honum, en hélt því þó fram að hann hefði þakkað honum fyrir verkið fyrir hálfum mánuði síðan.

En Ravichandran sagði þó aðra sögu en sjerpinn. Sjerpar séu almennt tryggir og samviskusamir gagnvart skjólstæðingum sínum, sérstaklega sjerpar á vegum tveggja nafngreindra fyrirtækja.

„Þessu hef ég reynslu af. Þegar ég var á leið niður fjallið lendi ég í vanda. Tashi heyrði að ég væri í klípu og skipulagði björgunarteymi [Mngma Tendi, Gelje Sherpa, Nima Dorchi, Nima Tashi, Dawa og Dipen Bhote}. Þeir eru sjerpar sem starfa í mikilli lofthæð og færa miklar fórnir fyrir skjólstæðinga sína.“

Þessir aðilar hafi bjargað honum og komið honum nægilega langt niður fjallið svo hægt væri að ferja hann á sjúkrahús.

Virðist Gelje hafa sætt sig við þessa viðurkenningu en hann skrifaði í athugasemd „Takk fyrir. Ég vona að þú sért á góðum batavegi.“

Stórmenni, en bara fyrst

Sjerpanum var í kjölfarið fagnað fyrir að vera stórmenni eftir að gert hafði verið á hlut hans með svona freklegum hætti.

En stórmennskan entist þó ekki lengur en svo að á mánudaginn var Gelje farinn að deila færslum frá öðrum sem voru að gagnrýna fjallagarpinn, meðal annars færslu þar sem Ravichandran var kallaður „vanþakklátur umrenningur“.

Svo ekki virðist sjerpinn sáttur enn. Hafa netverjar einnig bent á að mikill munur er á milli frásagnar sjerpans annars vegar og svo fjallagarpsins. Sjerpinn segist hafa staðið einn að björguninni eftir að hafa sjálfur komið auga á Ravichandran á meðan Ravichandran virðist halda því fram að hann hafi sent frá sér neyðarkall og hafi í kjölfarið fjölskipað björgunarteymi verið sent til að sækja hann.

Málinu er því væntanlega ekki lokið enn, en líklega munu netverjar ekki leyfa storminum að ganga yfir fyrr en Ravichandram útskýrir betur frásögn sína.

Independent greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“