fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Pressan

Rússar hóta „aðgerðum“ eftir að Finnar gengu í NATO

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. apríl 2023 14:10

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld eru allt annað en sátt eftir að Finnar gengu formlega inn í Atlantshafsbandalagið, NATO, í morgun.

Finnar verða þar með 31. aðildarríki bandalagsins og er búist við því að Svíar muni fylgja á næstunni.

Atlantshafsbandalagið hefur lengi verið þyrnir í augum Rússa og hótuðu þeir öllu illu þegar Finnar og Svíar viðruðu þá hugmynd á sínum tíma að sækja um aðild að bandalaginu eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Eftir að aðild Finna var staðfest í morgun brugðust Rússar við með því hóta „mótvægisaðgerðum“ af einhverju tagi. Hefur Rússum orðið tíðrætt um stigmögnun í deilum þeirra við Vesturlönd og telja þeir að aðild Finna ýti frekar undir þessa stigmögnun.

„Stækkun NATO er árás á öryggi okkar og hagsmuni rússnesku þjóðarinnar. Þetta þvingar okkur til að grípa til mótvægisaðgerða,“ sagði Dmitrí Pekov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en fór ekki nánar út í það hvað gæti falist í þessum aðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tólf ára drengir sakfelldir fyrir hrottalegt morð

Tólf ára drengir sakfelldir fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krufning varpar ljósi á dánarorsök Michael Mosley

Krufning varpar ljósi á dánarorsök Michael Mosley