Xi Jinping, forseti, hefur sagt að hann hafi áhyggjur af ferðum margra landa sinna út á land þar sem yfirvöld séu ekki eins vel í stakk búin til að takast á við skyndilega útbreiðslu veirunnar.
Um mánuður er síðan kínversk yfirvöld afnámu skyndilega allar sóttvarnaaðgerðir og slepptu veirunni í raun lausri. Það hefur valdið miklum faraldri og telur breska fyrirtækið Airfinity, sem sérhæfir sig í að meta heilsufarsáhættu, að allt að 36.000 manns látist nú á dag af völdum veirunnar.
Á sunnudaginn sögðu yfirvöld að um 60.000 manns hefðu látist af völdum veirunnar á sjúkrahúsum landsins frá 8. desember til 12. janúar. Þetta eru tíu sinnum fleiri en þau höfðu áður sagt að hefðu látist.
Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem deyja heima hjá sér og kínverskir læknar hafa sagt að þeim sé ráðið frá því að skrifa COVID-19 sem dánarorsök á dánarvottorð.
Sérfræðingar í heilbrigðismálum segja opinberar tölur séu líklega langt frá raunveruleikanum. Miðað við fréttir af álagi á sjúkrahús og langar raðir við útfararstofur og líkbrennslur megi ætlað að dauðsföllin séu miklu fleiri. „Kannski nær 600.000 en bara 60.000,“ sagði Ben Cowling, farsóttafræðingur við Hong Kong háskóla.