fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Pressan

Mikil reiði vegna viðurstyggilegs myndband þar sem kynfærin eru skorin undan úkraínskum stríðsfanga

Pressan
Föstudaginn 29. júlí 2022 18:30

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllilegt myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir meinta stríðsglæpi rússneska hersins. Í myndbandinu má sjá hóp rússneskra hermanna halda úkraínum hermanni niðri. Síðan tekur einn þeirra tekur síðan upp dúkahníf, sker kynfærin undan fanganum og lyftir þeim síðan upp að linsu myndavélarinnar.

Myndabandið hefur valdið gríðarlegri reiði í Úkraínu og víðar um heim og sagt enn eitt dæmið um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Meðal annars deildi úkraínskur þingmaður, Inna Sovsun, myndbandinu á Twitter og sagði þetta dæmi um grimmdarverk nasista í Úkraínu og fullyrti að um tétneska hermenn væri að ræða. „Rússland þarf að borga fyrir þetta,“ skrifaði Sovsun meðal annars í færslunni.

Í kjölfarið var hún sett í bann á samfélagsmiðlinum enda myndbandið viðurstyggilegt áhorfs. Nokkru síðar fékk hún aftur aðgang að reikningi sínum á samfélagsmiðlum og birti þá skjáskot af fyrra tvíti þar sem búið var að blörra myndina af myndbandinu ógeðfellda.

Sérfræðingurinn Aric Toler, sem meðal annars hjálpaði til að bera kennsl á þá grunuðu í Salisbury-eitruninni, sagði við The Times að ekkert benti til þess að myndbandið hefði verið falsað. Rússneska ríkissjónvarpið hefði birt myndskeið af sömu hermönnum borginni Severodonetsk í júnímánuði.

Fréttastofa Sky News greinir frá því að annað myndband, sem blaðamenn miðilsins hafa horft á, sýnir fangann bundinn og síðan skotinn í höfuðið.

Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Úkraínu eru hroðalegir stríðsglæpir innrásarliðsins fordæmdir og skorað á Alþjóðlega sakamáladómstólinn að rannsaka málið.

Síðan innrásin hófst í febrúar hafa Rússar verið sakaðir um þúsundir stríðsglæpa. Alþjóðlegi sakamáladómstólinn hefur sagt Úkraínu vera „einn stóran sakamálavettvang“ og hefur sent fjölmennt lið til þess að rannsaka hina meintu glæpi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima

Japanir sárir út í Trump eftir að hann líkti árásunum á Íran við kjarnorkuárásina á Hirsoshima
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi