fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Ný skýrsla – Þurrkar geta herjað á helming landsvæðis ESB í sumar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 07:59

Áin Pó á Ítalíu er ekki svipur hjá sjón þessa dagana vegna þurrka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnsmagn í ám minnkar og víða um Evrópu sýna akrar greinileg merki um vatnsskort. Hætta er á að næstum helmingur alls landsvæðis í ESB glími við þurrka í sumar.

Ef þetta gerist þá mun það hafa áhrif á matvælaframleiðsluna í ESB. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Framkvæmdastjórn ESB birti í gær.

Vísindamennirnir, sem gerðu skýrsluna, komust að þeirri niðurstöðu að 46% af landsvæði ESB sé í hættu á að verða fyrir barðinu á þurrkum í júlí á þessu ári. Þurrkar herja nú þegar á 11% af landsvæði ESB.

Þau lönd, sem glíma við þurrka, þurfa að grípa til „sérstakra aðgerða varðandi vatn og orku“ segir í skýrslunni.

Á mörgum þeim svæðum þar sem þurrkar geisa nú þegar eða eiga á hættu að þurrkar bresti á eru merki um vatnsskort farin að sjást á ræktarlandi og því sem þar er ræktað.

Ástæðan fyrir þurrkunum er að hluta skortur á úrkomu og að hluta að hitabylgjur skulu á mörgum Evrópuríkjum í maí og júní sem verður að teljast óvenjulega snemmt.

Verst er ástandið á Ítalíu. Vatnsmagnið í stærstu ám landsins hefur minnkað mikið. Þau lönd sem eru í aukinni hættu á að verða fyrir barðinu á þurrkum eru Frakkland, vestanvert Þýskaland, Rúmenía, Spánn, Portúgal og sunnanvert Grikkland..

Á Spáni er vatnsmagnið í vatnsbólum um þriðjungi minna en að meðaltali síðustu tíu árin.

Í Portúgal er vatnsmagnið í ám um helmingur þess sem það var að meðaltali síðustu sjö ár.

Í mörgum löndum í Suður-Evrópu herja hitabylgjur, skógareldar og hitinn er yfir 40 gráðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni
Pressan
Í gær

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum

Keypti jakka í notað og nýtt verslun – Fólki finnst að hún eigi ekki að nota hann út af því sem hún fann í honum
Pressan
Í gær

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi

Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi
Pressan
Í gær

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú átt svona mynt gætir þú selt hana fyrir milljónir

Ef þú átt svona mynt gætir þú selt hana fyrir milljónir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðherra biðst afsökunar – Lét ráðherrabílstjórann aka sér 446 km í hádegisverð

Ráðherra biðst afsökunar – Lét ráðherrabílstjórann aka sér 446 km í hádegisverð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí