fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Góðar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Lifrin þín verður ekki eldri en þriggja ára óháð aldri þínum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 15:00

Lifrin helst síung alla ævina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir engu máli hversu gamall/gömul þú verður. Lifrin verður að hámarki þriggja ára. Hún helst sem sagt ungt óháð öldrunarferli líkamans.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem vísindamenn við Technische Universität Dresden gerðu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum.

Fram kemur að með því að nota reiknilíkön og tækni, sem gerir þeim kleift að sjá hversu gamlar frumurnar í mannslíkamanum eru, hafi þeir komist að því að lifrin verði að hámarki þriggja ára.

Með því að haldast svona ung getur hún haldið sig við verkefni sitt sem er að hreinsa eiturefni úr líkamanum.

„Það skiptir engu hvort þú ert 20 eða 84 ára því lifrin þín heldur áfram að vera að meðaltali rétt tæplega þriggja ára,“ er haft eftir Olaf Bergmann, sameindalíffræðingi við háskólann, í fréttatilkynningu.

Vísindamennirnir rannsökuðu fersk lífsýni úr rúmlega 50 látnum einstaklingum á aldrinum 20 til 84 ára. Þeir komust að því að líkaminn heldur lifrinni ungri með því að endurnýja lifrarfrumur í sífellu.

Þegar líkami okkar eldist verður sífellt erfiðara fyrir hann að endurnýja frumur og gera við aðrar en það virðist ekki eiga við lifrarfrumur en það eru sérhæfðar frumur.

En lifrarfrumur endurnýjast ekki allar jafn hratt. Lítill hluti þeirra getur orðið allt að 10 ára. Vísindamennirnir segja að það tengist því hversu margir litningar eru í þeim. Flestar frumur líkamans eru með tvö eintök af öllu genamengi okkar en lifrarfrumur eru frábrugðnar því þær eru með fleiri eintök af genamenginu.

ScienceAlert segir að frekari rannsókna sé þörf til að komast að hvort endurnýjun fruma geri að verkum að lifrin sé síður móttækileg fyrir sjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?