fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Fyrsta fjöldamorðið á bandarískum skólabörnum átti sér stað fyrir 258 árum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júní 2022 18:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öðru hvoru berast fréttir af fjöldamorðum í bandarískum skólum þar sem börn og starfsfólk er skotið til bana. Eitt nýjasta dæmið er frá Uvalde í Texas þar sem 19 nemendur og tveir kennarar voru skotnir til bana. En fjöldamorð á skólabörnum eru alls ekki nýtt fyrirbæri í Bandaríkjunum. Þau eiga sér langa sögu.

Fyrsta fjöldamorðið á skólabörnum átti sér stað í Cumberland Valley í Pennsylvania 17.  júlí 1764.  Margir af ensku landnemunum á svæðinu höfðu ákveðið að halda börnum sínum heima úr skóla þennan dag því kvöldið áður hafði hópur lenape-indíána drepið Susan King Cunnigham, sem var kasólétt, í vegkanti. Því næstu flettu þeir höfuðleðrinu af henni, opnuðu kvið hennar og tóku barnið út og skildu eftir við hlið hennar.

Morðið tengdist mikilli spennu á milli innfæddra indíána og ensku landnemanna.

En morguninn eftir morðið voru tíu drengir og ein stúlka send í skólann. Það var ákvörðun sem foreldrar þeirra sáu eftir það sem þau áttu eftir ólifað.

Enoch Brown, kennari, tók á móti nemendunum. Skömmu eftir að kennsla hófst ruddust þrír indíánar af ættbálki lenape inn í kennslustofuna. Tveir þeirra tóku sér stöðu við dyrnar svo enginn gæti flúið. Sá þriðji drap Brown með þungri kylfu og fletti síðan höfuðleðrinu af honum fyrir framan nemendurna. Tíu nemendur hlutu sömu örlög en Archie McCulloch, 10 ára, tókst að komast út úr stofunni og fela sig í kamínunni.

Fjöldamorðið var að vonum mikið áfall fyrir samfélag landnemanna og margir indíánaleiðtogar fordæmdu það því þeir töldu ófyrirgefanlegt að drepa saklaus börn.

Þetta er talið vera fyrsta fjöldamorðið í bandarískum skóla og svo skelfilegt var það að það er á topp tíu listanum yfir þau fjöldamorð í skólum landsins þar sem flestir voru drepnir.

Hvað varðar fyrsta málið þar sem skotvopn var notað við morð í bandarískum skóla þá gerðist það þann 2. nóvember 1853.

Þann dag birtust bræðurnir Matthew og Robert Ward í Louisville skólanum í Kentucky. Þeir voru reiðir út í skólastjórann, William Butler, sem hafði skamma yngri bróður þeirra kröftulega daginn áður fyrir litlar sakir.

Til handalögmála kom á milli þeirri þriggja, skyndilega dró Matthew upp skammbyssu og skaut Butler sem hneig andvana niður fyrir framan nemendur sína.

Bræðurnir voru handteknir samdægurs og síðan ákærðir fyrir morð. Eftir löng og flókin réttarhöld voru þeir sýknaðir á þeim grundvelli að þeir hefðu ekki drepið Butler af  yfirlögðu ráði.

Þetta var sem sagt fyrsta málið þar sem skotvopn var notað í bandarískum skóla og dómurinn beindi athygli fólks að vopnalöggjöfinni. Á þessum tíma voru margir sem töldu að það væri of auðvelt fyrir fólk að verða sér úti um skotvopn.

Síðan þá hafa margir verið myrtir í bandarískum skólum og ekkert lát er á ódæðisverkunum. Í næstum hvert sinn hefst mikil og heitu umræða um skotvopn og aðgengi fólks að þeim en engin samstaða næst um að herða reglurnar. Demókratar og Repúblikanar eru á öndverðum meiði í þessum málum og hagsmunasamtök skotvopnaframleiðenda og skotvopnaeigenda eru mjög sterkir þrýstihópar sem hafa góð ítök meðal stjórnmálamanna, sérstaklega í Repúblikanaflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?