Ástæðan fyrir slysinu var að flugmaðurinn, Mohamed Said Shoukair, ákvað að svala nikótínþörf sinni og reykja í flugstjórnarklefanum. Það var örlagarík ákvörðun svo ekki sé meira sagt.
New York Post segir að við þetta hafi eldur kviknað í flugstjórnarklefa vélarinnar, sem var af gerðinni Airbus A320, því það kviknaði í súrefni sem lak úr súrefnisgrímu í flugstjórnarklefanum.
Eins og áður sagði voru 66 um borð. 10 manna áhöfn, 12 franskir ríkisborgarar og 30 egypskir ríkisborgarar auk 14 farþega af ýmsum þjóðernum.
Í Egyptalandi var fólk sannfært um að hryðjuverkamenn hefðu grandað vélinni og því var haldið fram að leifar af sprengiefni hefðu fundist á sumum hinna látnu. En allir aðrir vísuðu þessu á bug.
Bandarískt herskip hífði flugvélina og svarta kassann af hafsbotni.
Á upptökum svarta kassans heyrist greinilega að súrefni lak úr súrefnisgrímunni, skipt var um hana þremur dögum fyrir slysið af starfsmanni Egypt Air. En gríman var stillt á neyðarstillingu sem varð til þess að súrefni lak úr henni.
Hversu ótrúlegt sem það má virðast þá var egypskum flugmönnum heimilt að reykja í flugstjórnarklefanum á þessum tíma. Þessi heimild var síðan afnumin.
Egypsk yfirvöld hafa ekki viljað birta sína niðurstöður og segja að niðurstaða franskra yfirvalda sé ekki rétt.