fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Hrollvekjandi símtal á síðustu mínútum lífs hennar – „Leyfðu mér bara að fara“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 06:59

Shanae Edwards

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi fannst lík hinnar áströlsku Shanae Edwards í Mtatsmindafjöllunum, fyrir ofan Tbilisi höfuðborg Georgíu. Hún var 31 árs þegar hún lést. Vitað er að síðustu mínútur  lífs hennar voru skelfilegar.

Lýst var eftir Shanae á föstudaginn eftir að hún hafði hringt í vinkonu sína í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að símtalið hafi verið hrollvekjandi. Fyrst heyrði vinkona hennar Shanae grátbiðja einn eða fleiri um að þyrma henni: „Please let me go, ok. Just let me go.“ (Gerðu það, leyfðu mér að fara, ok. Leyfðu mér bara að fara), sagði hún. Rétt áður en sambandið rofnaði öskraði hún: „Taktu hendurnar af mér.“

Ástralskir fjölmiðlar segja að utanríkisráðuneytið hafi veitt fjölskyldu Shanae aðstoð síðan málið kom upp en það er lögreglan í Georgíu sem rannsakar það en Shanae hafði verið nauðgað áður en hún var myrt.

Lýst var eftir Shanae.

Vakhtang Gomelauri, innanríkisráðherra Georgíu, segir að ákveðinn aðili sé grunaður um morðið en hafi ekki enn verið handtekinn en allt kapp verði lagt á að hafa hendur í hári hans.

Shanae Edwards

Vitað er að Shanae fór ein að heiman síðdegis á föstudaginn. Hún var í útivistarfatnaði og með grænan bakpoka. Klukkustund síðar sagðist kona ein hafa heyrt konu öskra við göngustíg í Mtatsmindafjöllunum. Um vinsælan stað er að ræða þar sem ungt fólk lætur gjarnan reyna á getu sína á reiðhjólum, mótorhjólum eða á fæti. Annað vitni segist hafa séð mann stunda „ofbeldishneigt kynlíf“ með konu á þessu svæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést