fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Lögreglan telur að móðirin hafi myrt tvö ung börn sín og fyrirfarið sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 06:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku ók lest á þrjár manneskjur nærri Hässelhom í Svíþjóð og létust þær allar. Um konu á fertugsaldri var að ræða og tvö ung börn hennar. Lögregluna grunar að móðirin hafi vísvitandi stillt sér upp á lestarteinunum með börnin og hafi þannig myrt þau og svipt sjálfa sig lífi. Aftonbladet segir að hún hafi lengi búið við hótanir og ofbeldi í hjónabandi sínu. Hún hafði sótt um fullt forræði yfir börnunum og naut nafnleyndar í opinberum kerfum þannig að ekki kom fram hvar hún dvaldi.

Aftonbladet hefur í fórum sínum skjöl frá þingrétti þar sem fram kemur að hjónaband konunnar hafi verið henni erfitt. Eiginmaður hennar hafi verið mjög afbrýðisamur og hafi beitt hana ofbeldi og haft í hótunum við hana. Umrædd skjöl snúast um umsókn konunnar um að fá fullt forræði yfir börnunum. Í þeim kemur fram að eiginmaður konunnar hafi orðið ofbeldisfyllri og haft oftar í hótunum við hana eftir að þau eignuðust fyrra barnið.

Konan viðraði oft þá ósk sína að skilja en maðurinn vildi ekki fallast á það og sagði hún að hann hafi verið afbrýðisamur og hafi haft í hótunum við hana.

Aftonbladet segir að rannsókn lögreglunnar beinist að því hvort það sem fram fór fyrir þingrétti sé hluti af skýringunni á bak við morðin og sjálfsvígið. Að konan hafi af ásettu ráði tekið sér stöðu á lestarteinunum með börnin sín. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig neitt um rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést