fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Ótrúleg uppgötvun í maga krókódíls – Hvarf fyrir 24 árum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 05:20

Hann var stór þessi. Mynd:Cordray's/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá kjötversluninni Cordray‘s í Suður-Karólínu er ekki venjan að opna maga krókódíla sem rata þar inn en kannski verður það viðtekin venja í framtíðinni. Nýlega drap Ned McNeely 3,6 metra langan krókódíl við Edisto ána, á svæði þar sem mikið er um krókódíla.

Samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun New York Post þá ákváðu McNeely og slátrarinn að opna maga dýrsins og þá blasti við þeim sjón sem kom mjög á óvart.

Hann hefur fengið nóg að éta í gegnum tíðina. Mynd:Cordray’s/Facebook

Í maga þessa 200 kílóa dýrs fannst eitt og annað sem það hafði ekki getað melt. „Við opnum venjulega ekki magann en það gerðum við í dag. Fimm hundamerki, byssuskot, kveikja, fullt af skjaldbökuskeljum og klær af fjölda gaupa. Það var hægt að lesa tvö af hundamerkjunum og símanúmer var enn virkt,“ segir á Facebooksíðu Cordray.

Þetta er meðal þess sem fannst í maga dýrsins. Mynd:Cordray’s/Facebook

Að sjálfsögðu var hringt í númerið og kannaðist sá sem svaraði við að hafa átt hund sem hvarf á svæðinu þar sem krókódílinn var drepinn. Það gerðist þegar hann var að skoða hús á svæðinu fyrir 24 árum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi

Sýknaður af ákæru um njósnir rúmri hálfri öld eftir að hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést