fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Pressan

Rússneskt dómsdagsvopn getur sent flóðbylgjur geislavirkra efna yfir stórborgir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 09:00

Rússneskri eldflaug skotið á loft. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir mikið kapphlaup á milli Bandaríkjanna, Rússlands og Kína um þróun vopna sem geta flogið á að minnsta kosti fimmföldum hljóðhraða. Rússar er nú reiðubúnir til að prófa nýtt kjarnorkuknúið tundurskeyti sem getur valdið geislavirkum flóðbylgjum sem munu gera stórborgir óbyggilegar áratugum saman.

Tundurskeytið nefnist Poseidon 2M39 og dregur 10.000 kílómetra. Það mun því geta náð að ströndum Bandaríkjanna. The Times segir að fyrirhugað sé að koma 30 tundurskeytum af þessari tegund fyrir í flotastöðvum í norðurhluta Rússlands sumarið 2022.

Gervihnattarmyndir, sem CNN fékk frá geimtæknifyrirtækinu Maxar, sýna að Rússar eru að nútímavæða herstöðvar á Norðurslóðum, herstöðvar sem voru reistar á tímum Sovétríkjanna, og koma upp neðanjarðaraðstöðu. Þetta er til dæmis verið að gera nærri Murmansk, ekki fjarri norsku landamærunum. Í þessum herstöðvum er einnig fyrirhugað að koma öðru nýju vopni Rússa fyrir, ofurhljóðhraða eldflauginni Tsirkon sem er hönnuð til að hæfa stríðsskip óvinanna.

Þetta vopnaskak Rússa, Kínverja og Bandaríkjamanna helst í hendur við aukna spennu á alþjóðavettvangi. Öll ríkin vinna nú að þróun eldflauga sem fljúga á margföldum hljóðhraða og geta komist í gegnum allar eldflaugavarnir.

2016 og 2018 gerðu Rússar tilraunir með slíka eldflaug, Avangard, sem getur breytt stefnu sinni á leiðinni á áfangastað. CNN segir að í desember 2019 hafi Rússar tilkynnt að þeir hafi komið slíkum eldflaugum fyrir á tveimur SS-19 langdrægum eldflaugum.

Frá 2014 hafa Kínverjar níu sinnum gert tilraunir með fyrstu ofurhljóðhraða eldflaug sína, DFZF. Hún er eins og Avangard þróuð til að fljúga mjög hratt í lítilli hæð svo erfitt sé að skjóta hana niður.

Í október 2020 tilkynnti Rússneski herinn að tilraun með Tsirkon eldflaug hefði gengið vel og hefði hún flogið á áttföldum hljóðhraða. Bandaríkin ætla að gera enn betur þrátt fyrir að þau hafi byrjað seinna en hinar þjóðirnar á þróun ofurhraða eldflauga. Markmið þeirra er að koma sér upp eldflaug sem getur flogið á tuttuguföldum hljóðhraða eða 24.000 km/klst. Slík eldflaug myndi ná til Moskvu á 20 mínútum og Peking á hálfri klukkustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sumarhúsaglaðir Danir slá öll met – 142% aukning á bókunum á milli ára

Sumarhúsaglaðir Danir slá öll met – 142% aukning á bókunum á milli ára
Pressan
Í gær

Tölvuleikjaspilari fannst látinn með fjarstýringuna í höndunum – Nú liggur dánarorsökin fyrir

Tölvuleikjaspilari fannst látinn með fjarstýringuna í höndunum – Nú liggur dánarorsökin fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands

Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur krefst þess að lögreglan birti myndband af dauða svarts manns

Prestur krefst þess að lögreglan birti myndband af dauða svarts manns