fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Pressan

Hér er nánast búið að veita kórónuveirufaraldrinum náðarhöggið og afnema sóttvarnaaðgerðir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 05:28

Frá Isle of Man. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramótin var baráttan gegn kórónuveirufaraldrinum hert til mikilla muna á Isle of Man sem er breskt sjálfstjórnarsvæði í Írlandshafi. Þetta hefur gengið svo vel að nú geta 85.000 íbúar eyjunnar notið lífsins því það hefur nánast tekist að veita faraldrinum náðarhöggið og búið er að afnema sóttvarnaaðgerðir, að minnsta kosti að sinni.

Íbúar á Isle of Man geta horft til Írlands, Skotlands, Wales, Norður-Írlands og Englands. Í öllum þessum löndum er enn barist við veiruna skæðu með tilheyrandi sóttvarnaaðgerðum en í fámenninu á Isle of Man geta íbúarnir andað rólega, að minnsta kosti að sinni.

Þann 1. febrúar lýsti forsætisráðherra eyjunnar því yfir að tími sóttvarnaaðgerða væri liðinn og íbúarnir gátu því hent andlitsgrímunum frá sér og faðmast á nýjan leik og farið á barinn. „Það væri dónalegt að fara ekki inn. Þetta er frábært,“ sagði Peter Halsallbargestur, við The Guardian á þessum merkisdegi.

En eyjan er ekki alveg laus við veiruna, nokkur virk smit voru um mánaðarmótin en þar sem þau höfðu ekki komið upp innanlands var ákveðið að aflétta sóttvarnaaðgerðunum.

Aðeins er rúmur mánuður síðan eitt innlent smit varð til þess að gripið var til harðra sóttvarnaaðgerða og með þeim tókst að ná stjórn á faraldrinum. Ofan á það bætist að yfirvöld eru á fullu að bólusetja eyjaskeggja. Bóluefnið kemur frá Bretlandi sem eyjan heyrir undir þrátt fyrir að hún sé með sjálfsstjórn. Allir íbúarnir eru breskir ríkisborgarar.

Þegar blaðamenn The Guardian ræddu við eyjaskeggja um afnám sóttvarnaaðgerða bentu þeir ekki aðeins á bóluefnin sem lykilinn að góðri stöðu því þeir sögðu staðsetningu eyjunnar og landafræði vera besta vopnið. Eyjan er aðeins 572 ferkílómetrar og þar búa aðeins 85.000 manns og því sé auðvelt að hafa yfirsýn yfir umfang faraldursins hverju sinni. Allir þeir sem koma til eyjunnar verða að fara í 14 daga sóttkví og fara þrisvar sinnum í sýnatöku á þeim tíma.

Yfirvöld beita einnig hörðum viðurlögum ef brotið er gegn sóttvarnareglum. Því fékk ungur Skoti að kynnast um miðjan desember þegar hann sigldi á sæþotu frá Skotlandi til eyjunnar til að heimsækja unnustu sína. Það komst upp um kauða og þurfti hann að dúsa í fangelsi í fjórar vikur.

434 smit hafa verið staðfest á eyjunni frá upphafi faraldursins. 25 hafa látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm