fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Pressan
Sunnudaginn 12. maí 2024 10:30

Voyager 1. Mynd:NASA JPL/Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni er geimfarið Voyager 1 sem var skotið á loft sumarið 1977. Á svipuðum tíma var systurgeimfarinu, Voyager 2, einnig skotið á loft og er það einnig statt í ógnarfjarlægð frá jörðinni. Engin manngerður hlutur hefur farið svo langt frá jörðinni eins og Voyager 1.

Þrátt fyrir að geimförin nálgist fimmtugsaldurinn eru þau enn starfhæf og senda enn upplýsingar til jarðarinnar. Nýlega kom upp bilun í Voyager 1 sem varð til þess að upplýsingarnar sem bárust frá geimfarinu voru bara hreint rugl. En með mikilli snilld tókst verkfræðingum að senda fyrirmæli til geimfarsins sem komu fjarskiptasambandi þess aftur í lag og nú berast upplýsingarnar í skiljanlegu formi.

Bæði geimförin áttu að vera staðfesting á snilld mannkynsins. Á bæði eru festar gullplötur sem á eru ýmsar upplýsingar um mannkynið og staðsetningu jarðarinnar. Ef svo ótrúlega myndi vilja til að vitsmunaverur rekist á geimfarið einhvern tímann er vonast til að þær geti skilið þessar upplýsingar.

Fyrrgreind bilun kom upp í nóvember á síðasta ári. Byrjaði Voyager 1 þá að senda sömu skilaboðin, algjörlega merkingarlaus til jarðar. Það má líkja þessu við bilaða plötu.

Orsökin reyndist vera bilun í tölvu sem stýrir undirkerfi þeirra gagna sem geimfarið aflar á flugi sínu um óravíddir geimsins. Vandamálið tengdist einum örgjörva í tölvunni en hann innihélt hluta af kóðun tölvunnar.

Það var ekki einfalt mál að laga bilunina því tölvubúnaðurinn er tæplega hálfrar aldar gamall og margir þeirra sem unnu við smíði geimfarsins og hugbúnaðar þess eru látnir og því litla aðstoð að fá hjá þeim sem komu að smíði geimfarsins.

En 18. apríl sendu verkfræðingar fyrirmæli til geimfarsins sem þeir vonuðust til að myndu lagfæra bilunina. Og tveimur dögum síðar bárust skilaboð frá geimfarinu sem voru skiljanleg. Það tekur skilaboð tæplega sólarhring að berast til geimfarsins og jafn langan tíma tekur fyrir skilaboð frá því að berast til jarðarinnar.

Þrátt fyrir háan aldur og gamlan tækjabúnað senda bæði geimförin ómetanlegar upplýsingar um jaðar sólkerfisins til jarðarinnar og því hefði það verið mikill missir að missa Voyager 1 nú.

Voyager 1 er á hraðferð en hraði geimfarsins er um 64.400 km/klst. Þrátt fyrir mikinn hraða og mikla fjarlægð frá jörðinni er geimfarið enn í „næsta nágrenni“ við jörðina. Til að komast út af áhrifasvæði sólarinnar þarf það að ljúka ferðinni í gegnum Oort skýið, sem er stórt svæði með litlum frosnum hlutum, en það gerist ekki fyrr en eftir 30.000 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?