fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Klopp myndi kjósa með því að hætta með VAR – Segir starfsfólkið óhæft

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2024 18:00

Klopp var hrifinn af vetrarfríinu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool myndi kjósa með því að hætta með VAR tæknina í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir þá sem sjá um VAR á Englandi ekki hafa hæfni í það.

Það er ólíklegt að félög ensku úrvalsdeildarinnar muni samþykkja tillögu Wolves um að segja skilið við myndbandsdómgæslu, VAR, frá og með næstu leiktíð.

Í fyrrdag kynnti Wolves tillögu sína um að hætta með VAR þar sem það hafi slæm áhrif á leikinn. Tæknin var tekin upp í ensku úrvalsdeildinni 2019 en hefur þótt umdeild.

Fjórtán félög af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni þurfa að samþykkja tillöguna svo hætt verði með VAR en það er ólíklegt að svo verði.

Liverpool er eitt þeirra félaga sem er sagt ætla að fella þessa tillögu en Klopp myndi ekki gera það.

„Hvernig tæknin er notuð er klárlega ekki rétt, hvernig þetta er gert. Ég myndi kjósa með því að hætta með VAR,“ segir Klopp sem hættir með Liverpool á sunnudag.

„Fólkið getur ekki gert þetta almennilega, VAR er ekki vandamálið sjálft. Þú getur ekki breytt fólkinu, ég myndi kjósa með því að hætta með VAR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu