fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Pressan
Mánudaginn 13. maí 2024 04:05

Gilles d'Ettore. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að það sem fer hér á eftir sé í lygilegri kantinum en um leið er þetta allt að því spaugilegt, að minnsta kosti fyrir suma.

Þetta snýst um Gilles d‘Ettore, sem var kjörinn bæjarstjóri í franska Miðjarðarhafsbænum Agde fyrir tveimur áratugum, þá aðeins 32 ára. Hann átti að baki ferill hjá frönsku leyniþjónustunni.

Almenn sátt ríkti um störf hans árum saman en síðan fór að halla undan fæti í vinsældunum. Rekja má þá þróun til þess þegar hann kynntist Sophia Martinez árið 2020. Meðal hinna 26.000 bæjarbúa er hún þekkt sem dávaldur og miðill.

Henni tókst að sannfæra bæjarstjórann, sem var þá orðinn 55 ára, um að hún væri í nánu sambandi við erkiengilinn Mikael og gæti með hans aðstoð komið bæjarstjóranum í samband við látinn föður hans, Raymond.

Mörgum sinnum á dag ræddi Gilles í síma við karlmannlega, djúpa og svolítið hása rödd sem kynnti sig sem „Papa“. Gilles taldi þetta vera föður sinn að tala að handan.

Gilles d’Ettore. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir því sem segir í ítarlegri umfjöllun Le Monde um málið, þá ræddi Gilles 3.375 sinnum í síma við röddina árið 2023. Þetta gerir tæplega 10 sinnum á dag.

„Papa“ sannfærði Gilles um að ráða Sophia til starfa hjá bænum og var hún sett á launaskrá en framlag hennar til starfsemi bæjarins var aðeins að vera milliliður á milli Gilles og „Papa“.

Þetta var ekki ódýrt því þjónusta Sophia var ekki ódýr en Gilles kunni vel að meta hana og þjónustu hennar og kallaði hana „elskuna mína“.

Frændhygli

Sophia býr í einbýlishúsi við sjávarsíðuna. Hún á sex börn úr þremur hjónaböndum. Meðal viðskiptavina hennar eru þekktir bæjarbúar og fyrrum lögreglumenn. Þetta segir lögmaður Gilles, Jean-Marc Darrigade. Einn þessara viðskiptavina segir að þegar hann notfærði sér þjónustu hennar í fyrsta sinn hafi hann komist í samband við látna móður sína.

Í fjögur ár beitti Gilles völdum sínum og orku í að uppfylla óskir „Papa“. Sophia fékk nýjan sólpall við húsið sitt. Einkabílstjóri Gilles ók börnum hennar í skóla daglega en þau sóttu skóla utan bæjarins og tók aksturinn eina klukkustund hvora leið. Gilles lagði mikið á sig til að hjálpa henni við að fá útgáfusamning fyrir ævisögu hennar.

Þess utan útvegaði hann ættingjum og vinum hennar vel launuð störf hjá bæjarfélaginu.

Þegar Sophia giftist Cédric Martinez, sem svo ótrúlega vildi til að var nýtekinn við starfi bæjartæknifræðings Agde, í ágúst 2023 fór brúðkaupið fram í hinu glæsilega Chateu Sainte-Cecile og var leigan fyrir veisluhöldin „aðeins“ sem svarar til 1,2 milljóna íslenskra króna. Þetta þótti vel sloppið enda hafði Giles notað sambönd sín til að fá gott leiguverð. Hann beitti einnig fyrirtæki í bænum, sem áttu í miklum viðskiptum við bæjarfélagið, miklum þrýstingi um að greiða megnið af kostnaðinum við veitingarnar í veislunni en hann nam sem nemur um fjórum milljónum íslenskra króna.

Kaupsýslufólk blandaðist í málið

Ítrekað tókst Gilles að draga kaupsýslufólk inn í ólöglega gjörninga sína. Margt þeirra hefur nú verið kært fyrir spillingu og misnotkun á fé fyrirtækja þeirra. Meðal ástæðnanna fyrir þessum kærum er að fólkið fékk hluta af útgjöldum sínum til Sophia greiddan til baka með því að rukka bæjarfélagið um of háar upphæðir þegar fyrirtækin sinntu verkefnum fyrir það.

Þegar Gilles var handtekinn, fann lögreglan tvo lestarmiða, á fyrsta farrými, og ávísun á hótelgistingu í París fyrir Sophia og Cédric.  Þetta var í mars á þessu ári. Í febrúar greiddi bæjarfélagið fyrir afmælisveislu Sophia á veitingastað við ströndina.

Sophia Martinez. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var Géraldine Sanchez, fyrrum eiginkona Gilles, sem lét lögregluna vita af málinu. Það gerði hún í október á síðasta ári eftir að hún hafði fengið margar símhringingar frá „konunni með röddina“.

Gilles og Sophia hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í mars en þau eru grunuð um spillingu og fjárdrátt.

„Mér er brugðið“

Gilles vildi gjarnan þakka erkienglinum Mikael fyrir að hafa komist í samband við föður sinn. Tímaritið Marianne segir að hann hafi því pantað eftirlíkingu af styttu af Mikael og var hún afhjúpuð í kirkju bæjarins í apríl á síðasta ári.

Hún er silfurlituð, úr stáli og vegur 250 kíló. Hún er með sverð til að verja bæinn en það hefur erkiengillinn gert síðan á miðöldum. Gamla styttan af honum var brædd af þýska innrásarliðinu fyrir 80 árum og notuð í ný vopn.

Gilles var svo sannfærður um yfirskilvitlega hæfileika Sophia að hann áttaði sig ekki á sannleikanum fyrr en lögreglumenn sýndu honum myndband þar sem Sophia talaði með rödd „Papa“ eftir pöntun.

„Mér er brugðið,“ sagði Gilles við rannsóknardómarann og bætti við: „Ég hef verið blekktur.“

Sophia sagði rannsóknardómara að hún sjái eftir því sem hún gerði en hún hafi lent í vondri atburðarás sem hún komst ekki út úr.

Le Monde segir að hún sitji ekki auðum höndum í fangelsinu því hún nýti „hæfileika“ sína öðrum föngum til góðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?