fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Pressan

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Pressan
Miðvikudaginn 15. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Flórída í Bandaríkjunum hefur handtekið 41 árs karlmann, Bryan Maclean Howard, vegna hörmulegs umferðarslyss sem varð í Ocala í gærmorgun.

Átta manns létust og margir slösuðust þegar Bryan ók bifreið sinni á rútu sem var full af verkamönnum. Ökumaður rútunnar missti stjórn á henni í kjölfarið með þeim afleiðingum að henni var ekið á tré áður en hún valt.

Bryan var undir áhrifum þegar slysið varð og á hann yfir höfði sér ákæru fyrir manndráp. Ekki kemur fram hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Bryan þessi hefur áður hlotið dóm fyrir akstur án ökuréttinda og fyrir að yfirgefa vettvang umferðaróhapps. Þá hefur hann einnig komst í kast við lögin vegna fíkniefnabrots.

Alls voru 40 manns fluttir á sjúkrahús eftir slysið, þar af voru átta alvarlega slasaðir og er óttast að tala látinna eftir slysið muni hækka. Flestir þeirra sem voru í rútunni voru spænskumælandi farandverkamenn með tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli

Ringulreið í Napólí eftir öflugan jarðskjálfta – Upptökin í risastóru eldfjalli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góður fengur hjá spænsku lögreglunni

Góður fengur hjá spænsku lögreglunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íþróttafréttamaður handtekinn fyrir að nauðga barni

Íþróttafréttamaður handtekinn fyrir að nauðga barni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona er best að losna við mosa úr garðinum

Svona er best að losna við mosa úr garðinum