fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Pressan
Laugardaginn 11. maí 2024 16:30

Hvort þeirra þarf meiri svefn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þurfa karlar að sofa meira en konur? Eða þurfa konur kannski að sofa meira en karlar? Þetta er heit umræða sem hefur staðið yfir á samfélagsmiðlum að undanförnu og eru skoðanir skiptar um þetta.

B.T. skoðaði málið og ræddi við sérfræðinga á þessu sviði. Þeirra á meðal var Birgitte Rahbæk Kornum, sem vinnur við svefnrannsóknir. Hún sagði að vitað sé að konur virðast sofa aðeins meira en það sé hins vegar góð spurning hvort það sé af því að þær þurfi meiri svefn.

Hún sagði að enn hafi engin rannsókn verið gerð á því hvort munur sé á svefnþörf kynjanna.

Hins vegar hafi niðurstöður rannsóknar frá 2021 verið að konur sofi aðeins meira en karlar. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að konur fá betri svefn en karlar en það er samt sem áður ekki það sem þær upplifa.

Í rannsókninni voru um 250.000 manns spurð út í svefntíma. Svör kvennanna sýndu að upplifun þeirra var að þær sváfu aðeins skemur en karlarnir. „Við vitum frá öðrum rannsóknum að fólk á almennt erfitt með að leggja mat á hversu lengi það sefur,“ sagði Kornum.

Það er því ekki hægt að slá því föstu hvort kynið hefur þörf fyrir meiri svefn, ef það er þá munur þar á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?