fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Þetta eru stærstu mistökin sem fólk gerir í atvinnuviðtölum

Pressan
Sunnudaginn 12. maí 2024 16:00

Hann spyr ákveðinna spurninga. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú sóttir um starf og umsóknin vakti áhuga vinnuveitandans sem er búinn að bjóða þér í viðtal. Nú er stóri dagurinn runninn upp og þú ert á leiðinni í viðtalið. Það er ekki laust við að stress geri vart við sig og kaldur sviti leki niður bakið. Þetta er bara hluti af því að fara í atvinnuviðtal og það er ekkert annað að gera en gera sitt besta til að landa starfinu. En til að auka líkurnar á að þú fáir það, þá skaltu reyna að forðast nokkur algeng mistök sem margir gera í atvinnuviðtölum.

Paul Webley, forstjóri Blaze Media Digital Marketing Agency, sagði í samtali við Sky News að meðal þeirra mistaka sem fólk geri sé að klæðast ekki á viðeigandi hátt. Hann sagði að rétt sé að reyna að klæðast á svipaðan hátt og starfsfólk fyrirtækisins, sem starfið er hjá, klæðist. Til dæmis sé hægt að skoða myndir á vefsíðu þess til að sjá hvernig starfsfólkið klæðist.

Hvað varðar að heilsa með handabandi sagði hann að fólk verði að læra að heilsa almennilega með handabandi, það þurfi að gera það öðru hvoru. „Það er ekkert meira fráhrindandi en lint handaband. Að heilsa með ákveðnu og kurteisu handabandi er lágmarkskunnátta í viðskiptaheiminum og víðar,“ sagði hann.

Hann sagði að fyrirtæki hans hafi lent í því nýlega að umsækjandi kvartaði yfir að þurfa að mæta á skrifstofuna í viðtal. Þetta hafi verið fyrir skrifstofustarf. Ef fólk telji það ekki þess virði að mæta í starfsstöðina í viðtal, þá sé starfið greinilega ekki fyrir það.

Tas Ravenscroft, hjá ráðningarfyrirtækinu Cherry Pick People, sagði sumir umsækjendur séu of öruggir með sig í viðtalinu og ákveði að tala á neikvæðan hátt um fyrri störf sín. Það megi alls ekki gera. Betra sé að beina athyglinni að því sem fólk hefur lært í fyrri störfum sínum og hvernig það hefur vaxið í starfi við að takast á við áskoranir.

Hann sagði að það að spyrja spurninga í lok viðtalsins sé mjög jákvætt. Það sýni að umsækjandinn hafi áhuga á starfinu og vilji grípa tækifærið og landa starfinu eða komast í annað viðtal. „Ég myndi segja að í fyrsta viðtalinu eigi að spyrja um vinnustaðamenninguna, dagleg verkefni, væntingarnar til þess sem fær starfið, hver stendur sig best og af hverju.“ Hann sagðist ráðleggja fólki að forðast að spyrja um laun og hlunnindi. „Nýlega var ég með einn í viðtali sem spurði um réttinn til launa í veikindum . . . það þarf varla að segja að viðkomandi var ekki boðið í annað viðtal.“

Mike Carlucci, forstjóri matvælainnflutningsfyrirtækisins Tenuta Marmorelle, sagði vandinn nú sé að margir sæki um öll laus störf, jafnvel mörg hundruð. Það hafi í för með sér að fyrirtækin fái umsækjendur sem hafi hvorki áhuga né ástríðu fyrir að vinna í þeim geira sem það sækir um starf í. Umsækjendur þurfi að sýna áhuga á starfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu