fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Skyndileg blinda á öðru auganu kom upp um leyndan sjúkdóm

Pressan
Sunnudaginn 12. maí 2024 16:30

Hægra auga konunnar. Mynd:Elsevier

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára kona leitaði til lækna eftir að hafa misst sjónina á hægra auganu. Á um 20 daga tímabili upplifði hún einnig að ljósglampar herjuðu á vinstra augað. Hún var að öðru leyti heilbrigð, með engin önnur sjúkdómseinkenni og hafði aldrei reykt.

Við fyrstu skoðun á sjúkrahúsi sáu læknar stóran hvít-gulan hlut sem var að stækka aftarlega í hægra auganu. Vökvi hafði einnig safnast fyrir undir sjónhimnunni. Svipuð þróun var að eiga sér stað í vinstra auganu en sjónhimnan var enn í lagi.

Blóðsýni var tekið úr konunni til að komast að hvað væri að valda þessu. Engin merki voru um veirusýkingu eða blóðsjúkdóm og rauðu blóðkornin og ónæmisfrumurnar voru eins og þær áttu að vera. Konan var ekki með HIV eða sjálfsofnæmi en báðir þessir sjúkdómar geta gert fólk viðkvæmara fyrir sjónmissi og sjónbreytingum.

Það var ekki fyrr en röntgenmynd var tekin af bringu hennar og allur líkaminn var skannaður, sem í ljós kom að krabbameinsæxli var í hægra lunganu. Það hafði dreift sér til annarra líffæra, þar á meðal augnanna.

Mjög sjaldgæft er að krabbamein í lungum berist í augun en það gerist aðeins í 0,1% til 7% tilfella. Það er enn sjaldgæfara að sjúklingar upplifi blindu sem fyrsta merkið um lungnakrabbamein.  Aðeins 60 slík tilvik hafa verið skráð í heiminum.

Mál konunnar er enn sérstakara fyrir þær sakir að hún reykti ekki en meirihluti lungnakrabbameinstilvika er afleiðing reykinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?