fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Pressan
Föstudaginn 17. maí 2024 20:30

TikTok skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur hefur sakfellt þrítugan stærðfræðikennara á Englandi, Rebecca Joynes, fyrir kynferðisbrot gegn tveimur 15 ára unglingum. Metro greinir frá.

Kemur þar fram að Rebecca hafi farið með annan drenginn í verslun og keypt handa honum Gucci-belti og síðan haft mök við hann í íbúð sinni í Manchester.

Eftir að drengurinn upplýsti um þetta var Rebecca handtekin og sagt upp störfum. En er hún var laus gegn tryggingu hóf hún samband við annan 15 ára dreng og varð síðar þunguð eftir hann.

Í réttarhöldunum kom fram að Rebecca hótaði drengnum sem gat barn með henni að hún myndi skaða sjálfa sig eða svipta sig lífi ef hann myndi binda enda á samband þeirra. Einnig sagði hún við hann að það yrði á hans ábyrgð ef hún missti fóstrið vegna þess að hann hefði bundið enda á sambandið.

Rebecca hefur afsakað glæpi sína með því að athygli unglinganna hafi verið freistandi fyrir hana í kjölfar sambandsslita og hún hafi fallið fyrir freistingunni. Hún og lögmenn hennar reyndu einnig að halda því fram að samband hennar við seinni drenginn hafi í raun byrjað eftir að hann varð 16 ára og því ekki ólöglegt. Þessu trúði kviðdómur ekki og fann hana seka um kynferðisbrot gegn báðum drengjunum. Er hún meðal annars sakfelld fyrir að hafa misnotað traust drengjanna er hún var í valdastöðu gagnvart þeim sem kennari.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart