fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Pressan

Nýbúin að ala barn og í dái af völdum COVID-19 – Á að fá að deyja segir dómari

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 07:53

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega þrítug bresk kona, sem er með COVID-19 og er í dái mánuði eftir að hún ól son, á að fá að deyja segir í úrskurði dómara. Fjölskylda hennar vill ekki að hún fái að deyja en læknar segjast ekki vera að bjarga lífi hennar lengur, nú sé aðeins hægt að lengja þann tíma sem líður þar til konan andast.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í úrskurði dómarans komi fram að læknum sé heimilt að hætta að veita konunni lífsbjargandi meðferð. Hún þjáist einnig af undirliggjandi sjúkdómi.

Dómarinn sagði að málið væri „nánast óbærilega sorglegt“ eftir að sérfræðingur sagði honum að allt sem í mannlegu valdi stendur hafi verið reynt og að líkurnar á að konan nái bata séu „engar“.

Málið var tekið fyrir hjá Court of Protection sem tekur fyrir mál fólks sem af einhverjum ástæðum er ekki sjálft fært um að taka ákvarðanir sjálft.

Dómarinn sagði að konan, sem er múslimi, sé gift og eigi þriggja ára dóttur auk sonarins nýfædda.

Það voru yfirmenn á háskólasjúkrahúsiu í Leicester sem báðu dómarann að kveða upp úr um að hætta megi lífsbjargandi meðferð, það væri henni fyrir bestu. Eiginmaður hennar og systir voru þessu mótfallin og töldu að halda ætti meðferðinni áfram því aðeins guð gæti tekið ákvörðun um að binda endi á líf.

Dómarinn sagði að gögn sýni að læknar séu ekki lengur að berjast fyrir lífi konunnar, heldur eingöngu að lengja dauðastríð hennar. Af þeim sökum sé best að læknar hætti að veita henni meðferð og að henni verði leyft að deyja með reisn. „Markmiðið er ekki að stytta líf hennar, heldur að forðast að lengja dauðastríð hennar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir

Kínverskur stóll seldist á 35 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á

Þýska ríkisstjórnin vill herða sóttvarnaaðgerðir – Vilja setja útgöngubann á