fbpx
Laugardagur 17.apríl 2021
Pressan

Sakamál: Lögreglan leitaði morðingjans – Ekki var allt sem sýndist

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 22:00

Joe var ekki allur þar sem hann var séður. MYNDIR/GETTY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. september árið 2015 lést lögreglumaðurinn Joe Gliniewicz og greint var frá því að þrír menn hefðu skotið hann. Leitað var að mönnunum en þeir fundust ekki. Lögregluna fór fljótlega að gruna að það væri eitthvað gruggugt við dauða Joes.

Joe var týpísk bandarísk lögga, hann var í hernum í fjögur ár og kom svo aftur til baka í heimaþorpið sitt, Fox Lake í Illinois, og gerðist lögreglumaður þar. Það var árið 1985 sem hann hóf störf hjá lögreglunni í þorpinu og þar sem hann var vel liðinn.

Eftir að hafa verið í lögreglunni í eitt ár var hann byrjaður að hjálpa til í ungliðastarfinu í lögreglunni. Einungis ári síðar var hann orðinn stjórnandi ungliðastarfsins. Um tveimur árum síðar giftist hann eiginkonu sinni, Melodie, og þau eignuðust saman fjóra syni. Einn þeirra, Donald, gekk síðan í herinn líkt og faðir hans

Lífið lék svo sannarlega við Joe og virtist sem hann myndi lifa löngu og góðu lífi sem virtur og duglegur lögreglumaður. „Hann elskaði starfið sitt. Hann elskaði að vinna í ungliðastarfinu, það var stór hluti af lífinu hans,“ var haft eftir ungri stúlku í ungliðastarfinu. Þegar Joe lést kom hins vegar sannleikurinn í ljós.

Dó áfengisdauða undir stýri

Joe var nefnilega ekki allur þar sem hann var séður. Eftir að hann lést kom í ljós skýrsla sem innihélt öll hans brot og bresti í starfi. „Leyfðu mér að orða þetta svona,“ sagði George Filenko, yfirmaður stórglæpadeildarinnar í Lake County lögreglunni: „Ef ég myndi vita af þessari skýrslu og ég væri foreldri, þá myndi ég svo sannarlega ekki setja barnið mitt í ungliðastarfið undir hans stjórn.“

Á meðal þess sem kom fram í skýrslunni var alvarlegt áfengisvandamál. Árið 1988 dó Joe áfengisdauða undir stýri í kyrrstæðri pallbifreið sinni. Joe var þó með fótinn á pedalanum og þegar hann datt út, seig fótur hans niður á bensíngjöfina með þeim afleiðingum að hann klessti á. Staðgengill sýslumannsins á svæðinu kom að Joe og náði ekki að vekja hann, áfengismagnið sá til þess að hann var ekki með meðvitund á meðan og eftir áreksturinn. Morguninn eftir mundi Joe ekki hvar hann hafði skilið við pallbíl sinn og gekk meira að segja svo langt að tilkynna um stuld á bílnum.

Kærður fyrir kynferðisbrot 

Þarna voru vandræðin hans þó bara rétt að byrja. Árið 2003 var lögð fram ákæra á hendur Joe en hann var sagður hafa neytt lögreglukonu, sem var undirmaður hans, til að stunda munnmök. Á þetta að hafa gerst fimm sinnum árið 2000. Samkvæmt kærunni á lögreglustjórinn að hafa talað við Joe um málið og sagt er að Joe hafi viðurkennt brot sín. Afleiðingarnar fyrir Joe voru þó virkilega vægar, hann fékk ábendingu um að fara í ráðgjöf vegna kynlífsfíknar og var síðan vikið frá störfum í einn mánuð. Kæran var síðan felld niður tveimur árum síðar því konan og lögfræðingur hennar skiluðu ekki inn gögnum í tæka tíð. Konan tapaði síðan áfrýjun ári síðar.

 Káfaði á brjóstum í jólaskemmtun

Árið 2009 fékk þáverandi borgarstjóri Fox Lake, Cindy Irwin, sent bréf með alvarlegum ásökunum á hendur Joe. Hann var meðal annars sakaður um að hafa kynferðislega áreitt og hótað sendli. Hann var líka sagður hafa ítrekað verið drukkinn og með ólæti á almannafæri auk þess sem hann var sagður hafa farið í frí með fjölskyldu sinni á lögreglubílnum.

Þá var hann einnig sakaður um að hafa leyft ungliðum að klæðast lögreglubúnaði, káfa á brjóstum kvenna á jólaskemmtunum lögreglunnar og fengið sér húðflúr á meðan hann var í vinnunni og það með gjafabréfi sem lögreglustöðin hafði fengið gefins vegna góðgerðarmála. Allt þetta var skráð niður en ekkert var þó gert. Joe hélt starfinu og hélt áfram að vinna.

„Hún hatar mig“

Brotin byrjuðu að koma upp á yfirborðið þegar Anne Marrin hóf störf sem sveitarstjóri á svæðinu. Joe varð hræddur þegar hún vildi fá að fara yfir bókhald og skrár ungliðastarfsins. Joe hafði nefnilega svikið mikið fé úr sjóðum starfsins í gegnum árin. Hann notaði sjóðina til að borga af húsnæðisláninu sínu, aðgang að klámsíðum, ferðalög og fleira.

Joe hafði áhyggjur af því að Anne Marrin myndi komast að þessu öllu saman og því fór hann að leggja á ráðin. „Hún hatar mig,“ sendi Joe í smáskilaboði til sonar síns. „Ef hún kemst yfir gamla bókhaldið, þá er ég í vondum málum,“ sagði Joe meðal annars við son sinn. 

Sannleikurinn kom í ljós

Eftir því sem tíminn leið varð Joe vissari um að hann kæmist ekki upp með allt sem hann hafði gert. Að lokum var Joe handviss um að það kæmist upp um hann á hverri stundu. Hann ákvað því að sjá til þess að hann þyrfti ekki að svara fyrir gjörðir sínar.

Þann 1. september árið 2015 vaknaði Joe og hóf daginn sinn á að kaupa sér sígarettur. Hann átti að klára að fara yfir bókhaldið þann daginn en ákvað þess í stað að keyra að yfirgefinni sementsverksmiðju. Þegar hann var kominn þangað lét hann vita í talstöðina að hann væri að fylgjast með þremur grunsamlegum mönnum. Hann sagði að þeir hefðu hlaupið í burtu frá honum og kallaði eftir liðsauka. Þegar fleiri lögreglumenn mættu á svæðið til að aðstoða heyrðu þeir byssuskot. Stuttu seinna fundu þeir Joe þar sem hann lá í jörðinni, skotinn tvisvar.

Strax var farið að leita að sökudólgunum og héldu allir að Joe hefði verið myrtur. Þegar lögreglan fór hins vegar að rannsaka málið betur smullu svikin, brotin og brestirnir saman eins og púsluspil. Joe var ekki drepinn af þessum þremur mönnum sem hann talaði um, raunar voru mennirnir þrír ekkert annað en uppspuni. Joe varð sjálfum sér að bana af ótta við að upp kæmist um allt sem hann hafði gert. Hann vildi frekar deyja sem hetja en lifa sem skúrkur. Því miður fyrir hann, þá minnast flestir hans sem hins síðarnefnda í dag.

Þessi grein birtist fyrst í tölublaði DV þann 5. febrúar 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið
Pressan
Í gær

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun

Afhjúpanir í spillingarmálum gera Netanyahu erfitt fyrir við ríkisstjórnarmyndun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri

Íranir ætlar að hefna sín á Ísrael eftir rafmagnsleysi í kjarnorkuveri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning

Bretar hafa náð markmiðum sínum – Öllum yfir fimmtugu hefur verið boðin bólusetning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?

Er allsherjarstríð yfirvofandi í Evrópu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar

Fengu yfir hundrað þúsund kvartana vegna umfjöllunar um dauða Filippusar