fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Trump ræðst harkalega gegn Mitch McConnell og hvetur Repúblikana til að hafna honum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 06:55

Meðan allt lék í lyndi hjá McConnell og Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sendi frá sér langa yfirlýsingu í gær þar sem hann ræðst harkalega á flokksbróður sinn Mitch McConnell sem er leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem Demókratar eru í meirihluta. Ástæðan fyrir árásinni eru ummæli sem McConnell lét falla á þingi og í grein í Wall Street Journal eftir að Trump var sýknaður fyrir ríkisrétti nýlega.

Að atkvæðagreiðslunni lokinni, McConnell greiddi atkvæði gegn ákærunni á hendur Trump, veittist McConnell að Trump úr ræðustól öldungadeildarinnar og sagði að þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn ákærunni væri Trump sekur og að réttast væri að fara með mál gegn honum fyrir hefðbundna dómstóla.

CNN segir að í yfirlýsingu Trump í gær kalli hann McConnell „drungalegan, fýldan og broslausan atvinnustjórnmálamann“.

Samband Trump og McConnell hefur verið slæmt í marga mánuði eftir að þeir höfðu unnið náið saman á meðan Trump sat á forsetastóli í Hvíta húsinu.

„Mitch er drungalegur, fýldur og broslaus atvinnustjórnmálamaður og ef öldungadeildarþingmenn Repúblikana munu sýna honum hollustu munu þeir ekki sigra aftur. Hann mun aldrei gera það sem þarf að gera eða það sem er rétt fyrir landið okkar. Þar sem er þörf og það er viðeigandi þá mun ég styðja keppinauta sem leggja áherslu á Making America Great Again (slagorð Trump) og stefnu okkar um að hafa Bandaríkin í forgangi. Við viljum greinda, sterka, íhugula og samúðarfulla leiðtoga,“ segir í yfirlýsingunni.

CNN segir að í yfirlýsingunni ráðist Trump einnig að fjölskyldu McConnell og að í yfirlýsingunni sé mikið um tilvísanir í fordóma og hagsmuni. Trump er þekktur fyrir að móðga þá sem gagnrýna hann sem og pólitíska andstæðinga sína og einnig hafa liðsmenn hersins, læknar hans og flokksbræður í Repúblikanaflokknum fengið að finna fyrir því.

CNN segir að Trump hafi viljað ráðast enn harðar á McConnell persónulega og hefur það eftir heimildarmanni í herbúðum Trump. Jason Miller, ráðgjafi Trump, sagði að fyrri útgáfa yfirlýsingarinnar hefði „líklega verið harðorðari“. Hann sagði þó að það hafi aldrei verið ætlunin að ráðast persónulega á fólk.

Trump segir í yfirlýsingunni að vanhæfni McConnell hafi átt þátt í að Repúblikanar misstu meirihluta sinn í öldungadeildinni og að ekki var tekið undir staðlausar fullyrðingar Trump um kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?