fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Segir að eldgos á Suðurskautinu geti valdið mikilli hækkun sjávarborðs

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. desember 2021 18:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Suðurskautinu er fjöldi eldfjalla en þau eru falin undir ís. Í heildina eru rúmlega 100 eldfjöll í heimsálfunni. Árið 2017 uppgötvuðu vísindamenn stærsta eldfjallasvæði heims á Suðurskautinu en það er á tveggja kílómetra dýpi undir íshellunni á vesturhlið heimsálfunnar. Eitt hæsta eldfjallið er á hæð við fjallið Eiger í Sviss en það er 3.967 metrar á hæð.

Það voru vísindamenn frá Edinborgarháskóla sem uppgötvuðu svæðið og segja að það sé líklega hluti af Austur-Afríku eldfjallahryggnum en þar er talið að þéttasta svæði eldfjalla í heiminum sé.

Eins og staðan er núna eru aðeins tvö virk eldfjöll á Suðurskautslandinu, Mount Erebus og Deception Island. Þau eru bæði einstök hvað varðar jarðfræðilega uppbyggingu, algjörlega ólík öðrum eldfjöllum hér á jörðinni.

Vísindamenn segja að eldfjöllin á Suðurskautinu muni líklega ekki valda neinni hættu á næstunni en sumir telja að gos í þeim geti haft áhrif um allan heim. John Smellie, prófessor í eldfjallafræði við University of Leicester, hefur sagt að ekki sé hægt að útiloka að gos í þessum eldfjöllum muni valda því að mikið magn vatns muni flæða til sjávar þegar íshellan bráðnar og þar með muni yfirborð sjávar hækka. Hann sagði að eitt eldgos muni í sjálfu sér ekki valda neinum stóratburðum í þessa veru en ef mörg eldfjöll gjósi geti staðan orðið allt önnur.

Hvað varðar ferskvatnsbirgðir heimsins þá eru um 80% þeirra á Suðurskautslandinu. Ef allur sá ís, sem þær eru nú, myndi bráðna myndi yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Það myndi gera jörðina óbyggilega fyrir fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús