fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þurfti að stunda kynlíf þrisvar á dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 08:00

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku hófust réttarhöld yfir Ghislaine Maxwell í New York en hún er ákærð fyrir mansal með því að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að komast í samband við barnungar stúlkur og misnota þær kynferðislega. Hún er einnig ákærð fyrir kynferðisofbeldi en hún er sögð hafa tekið þátt í nauðgunum Epstein.

Mörg vitni hafa komið fyrir dóm fram að þessu. Þar á meðal ráðsmaðurinn á lúxusheimili Epstein í Flórída en hann sagðist hafa séð margar barnungar stúlkur í húsinu. Annað vitni er Virginia Guiffre sem hefur sakað Andrew Bretaprins um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi.

Á mánudaginn kom kona ein í vitnastúkuna. Ekki hefur verið skýrt frá fullu nafni hennar en hún er kölluð Kate. CNN segir að hún hafi sagt að Maxwell hafi sagt henni að Epstein þyrfti að stunda kynlíf þrisvar á dag. Hún sagði einnig að það hafi verið Maxwell sem skipulagði fyrsta fund hennar með Epstein. Hún var orðin 17 ára þegar þetta átti sér stað og því telst hún ekki með þeim fórnarlömbum Epstein og Maxwell sem voru á barnsaldri.

Ghislaine Maxwell. Mynd/Getty

Kate sagðist hafa hitt Maxwell í fyrsta sinn þegar hún var 17 ára. Þá hafi áreitið hafist. Hún sagði að Maxwell hafi sagt henni að Epstein gæti aðstoðað hana við að ná frama á tónlistarsviðinu.

Nokkrum vikum eftir að Kate hitti Maxwell í fyrsta sinn var henni boðið heim til Epstein og Maxwell. Kate sagði fyrir dómi að Maxwell hafi beðið hana um að grípa í fótlegg Epstein til að hann gæti fundið hversu sterk hún væri.

Nokkrum vikum síðar spurði Maxwell hana hvort hún vildi koma og nudda Epstein því hún væri svo sterk. Í þeirri heimsókn átti Epstein frumkvæði að kynlífi. Henni var síðan boðið aftur heim til þeirra og kynferðislega ofbeldið hélt þá áfram.

Kate sagði einnig að Maxwell hafi talað töluvert um vini sína, þar á meðal Andrew prins og Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?