fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Umdeild samsæriskenning um kórónuveiruna hefur fengið 1,5 milljarða áhorf – Krefjast rannsóknar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 05:42

Kórónuveiran hefur lagst á heimsbyggðina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenning um að kórónuveiran, sem veldur heimsfaraldri þessi misserin, eigi upptök sín á tilraunastofu í Bandaríkjunum hefur farið á mikið flug í Kína og fjalla þarlendir fjölmiðlar um hana. Ríkisfjölmiðlar hafa til dæmis skýrt frá ýmsum smáatriðum í tengslum við kenninguna.

Fort Detrick

Fort Detrick er eitt af því sem þeir hafa fjallað um. Fort Detrick er herstöð sem tímaritið Politico sagði vera „miðstöð dekkstu tilrauna Bandaríkjastjórnar“ fyrir tveimur árum. Það var í þessari herstöð sem læknar gerðu tilraunir á sjö svörtum föngum á sjötta áratugnum. Þeim var gefið ofskynjunarlyfið LSD 77 daga í röð. Einnig var unnið að þróun lífefnavopna í herstöðinni á dögum kalda stríðsins. Á síðustu árum hefur tilraunastofa herstöðvarinnar unnið með ebóluveiruna og miltisbrand og gert tilraunir á dýrum til að kortleggja banvæna eiginleika þeirra. Hlé var þó gert á tilraunum þar sumarið og haustið 2019 eftir að heilbrigðisyfirvöld lokuðu tilraunastofunni, þar sem öryggismál eiga að vera í toppi, vegna brota á öryggisreglum. Tvö tilfelli höfðu komið upp þar sem verkferlum var ekki fylgt í meðferð ákveðinna efna og eiturefna. Military.com skýrir frá þessu.

Tilraunastofan var lokuð til 24. nóvember 2019 en á svipuðum tíma komu fyrstu tilfelli kórónuveirusmita upp í Wuhan í Kína þar sem World Military Games var nýlokið en þar tóku Bandaríkjamenn þátt.

Stjórnvöld í Kína hafa reynt að nýta sér þetta að undanförnu til að endurskrifa söguna um uppruna veirunnar sem flestir sérfræðingar eru sammála um að hafa borist í fólk úr villtum dýrum. Kínverjar vilja gjarnan reyna telja heimsbyggðinni trú um að veiran hafi ekki átt upptök sín í Wuhan.

Fort Detrick í aðalhlutverki

Nýlega kom sérfræðingateymi frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO til Wuhan til að rannsaka upptök faraldursins en það hefur eiginlega ekki enn hafið störf því teymið þurfti að fara í sóttkví strax eftir komuna til Kína. Á meðan hafa kínversk stjórnvöld nýtt tækifærið til að standa fyrir umfangsmikilli áróðursherferð þar sem þau benda á önnur lönd sem eiga að koma til greina sem upprunalönd faraldursins. Þar er Fort Detrick í aðalhlutverki. Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði nýlega að ef Bandaríkin virði í raun staðreyndir þá eigi þau að opna lífefnatilraunastofu sína í Fort Detrick, veita meiri upplýsingar um starfsemi rúmlega 200 tilraunastofur sem eru starfræktar utan Bandaríkjanna og bjóða sérfræðingum WHO að rekja uppruna veirunnar í Bandaríkjunum.

Á sama tíma hófst mikil herferð á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem ungliðahreyfing kommúnistaflokksins birti upplýsingar um Fort Detrick undir myllumerki sem á íslensku má útleggja sem #AmerískaFortDetrick. Myllumerkið er svo vinsælt í Kína að nú hefur það fengið um 1,5 milljarða heimsókna. „Í apríl 2020 skall kórónuveirufaraldur á Bandaríkjunum. New York varð fljótlega miðstöð faraldursins. Á meðan stunduðu stjórnvöld tilraunir með hættuleg efni í 380 km fjarlægð,“ stóð með færslu ungliðahreyfingarinnar.  Meirihluti kínverskra fjölmiðla tók málið upp og fjallaði um það.

Margir ríkisfjölmiðlar sýndu einnig heimildarmyndir frá sjónvarpsstöðinni CGTN, þar á meðal mynd þar sem kínverski læknirinn Quao Liang reynir að „tengja vísbendingar og komast nær staðreyndum“. „Öðru hvoru fara öryggismál úr skorðum í Bandaríkjunum. Hvernig getum við vitað að það gerist ekki aftur?“ spyr hann meðal annars. Hann segir einnig að það sé undarlegt að í Maryland, þar sem Fort Detrick er, hafi margir glímt við dularfull lungnaveikindi í ágúst 2019. Sjúklingarnir áttu erfitt með andardrátt, hóstuðu, fengu hita, svimaði, var óglatt og fengu niðurgang. Washington Post fjallaði um þetta í ágúst og þá var skýring heilbrigðisyfirvalda að rafrettur væru sökudólgurinn.

Árangursríkt

Ekkert hefur komið fram sem tengir veikindin í Maryland, tilraunastofuna í Fort Detrick og kórónuveirufaraldurinn í Wuhan saman en samt sem áður er taktík Kínverjanna árangursrík.

Markmiðið er að færa umræðuna frá slælegum viðbrögðum kínverskra stjórnvalda við faraldrinum yfir í samsæriskenningar í Bandaríkjunum segir Fang Shimin, rithöfundur sem er þekktur fyrir að afhjúpa svik kínverskra vísindamanna. AP hefur eftir honum að þetta virki vel því almenn andúð á Bandaríkjunum ríki í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð