fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Lélegur ræningi – Ránsfengurinn var 70 krónur og tvær servíettur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að 26 ára Þjóðverji sé meðal lélegri ræningja sem heyrst hefur af. Í september á síðasta ári rændi hann eldri mann á Rømø í Danmörku. Hann hafði sem nemur um 70 íslenskum krónum upp úr krafsinu og tvær servíettur.

Á mánudaginn var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi af undirrétti í SønderborgJv.dk skýrir frá þessu. Fórnarlambið kom að ræningjanum í hlöðu við heimili sitt. Ræninginn hrinti honum, settist ofan á hann og hélt honum föstum á meðan hann gramsaði í vösum hans og tók peningana og servíetturnar. Þegar fórnarlambið reyndi að komast á brott sparkaði ræninginn í hann.

Fyrir dómi sagði ræninginn að honum hafi verið hent út úr sumarhúsi og hafi ætlað að stela bíllyklum gamla mannsins til að komast heim til unnustu sinnar og sonar í Þýskalandi. Hann komst ekki yfir bíllyklana áður en hann flúði af vettvangi. Hann braust inn í sumarhús og gaf sig síðan fram við lögregluna.

Auk fangelsisdómsins var manninum bannað að koma til Danmerkur næstu 12 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu

Vopnahléi Musk og Trump er heldur betur lokið og auðkýfingurinn hótar öllu illu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim